Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frumkvöðullinn Julie Encausse vinnur að þróun á matvælaumbúðum fyrir garðyrkjuna og sjávarútveginn.
Frumkvöðullinn Julie Encausse vinnur að þróun á matvælaumbúðum fyrir garðyrkjuna og sjávarútveginn.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. febrúar 2021

Samtal við garðyrkjubændur um umbúðalausnir

Höfundur: smh

Á næstu árum mun þörfin fyrir umhverfisvænar umbúðir utan um matvæli aukast jafnt og þétt, með harðari takmörkunum á notkun á plasti. Nú þegar er þess farið að gæta að verulegu leyti hér á Íslandi og í öðrum svokölluðum þróuðum löndum. Ein af vænlegum lausnum gæti falist í þróun umbúða úr þara og sprotaverkefni hafa skotið upp kollinum sem veðja á hann. Eitt af þeim heitir Marea og tók frumkvöðullinn Julie Encausse þátt í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita í haust, í þeim tilgangi að þoka verkefninu lengra í þróunarferlinu.

Hugmyndin hjá Marea er að þróa fyrst vöru sem heitir „Þaraplast“ og stefnt er á að hafi sömu virkni og plast og sé að auki umhverfisvænt. Til þess þarf það að vera með tiltekna eiginleika sem umbúðir utan um matvæli þurfa meðal annars að hafa; koma í veg fyrir matarskemmdir, vera fullkomlega niðurbrjótanlegar, gegnsæjar, mótanlegar, varnar gegn örverumyndun, þola      raka, innihalda engin skaðleg efni og drepa bakteríur. 

Að sögn Julie spratt hugmyndin að „þaraplasti“ fram árið 2019 í frumkvöðla- og nýsköpunaráfanga í Háskólanum í Reykjavík. „Við vorum þar saman að klára meistaranám okkar, við Edda Björk Bolladóttir,“ segir Julie. 

Von á vörunni á næsta ári

Julie segir að vonir standi til að varan komi á markað árið 2022, þá í heildsölu til fyrirtækja. „Við erum einnig að vinna í útgáfu þaraplasts fyrir notkunina á heimilinu í formi þaraplastsfilmu til að vefja inn, til dæmis matarafgöngum,“ segir hún.

Fyrst verður sjónum beint að grænmetismarkaðnum og hafa þær verið í samskiptum við Sölufélag garðyrkjubænda (SFG), sem státar reyndar af því að vera með allt umbúðaplast endurvinnanlegt á grænmetinu sem er merkt félaginu. 

„SFG hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og vita af okkar starfsemi og við hlökkum til að varan verði tilbúin svo þau geti prufukeyrt hana. Það skiptir okkur miklu máli að fá endurgjöf frá neytendum og viðskiptavinum þegar varan er nýkomin á markaðinn svo við getum unnið að því að gera hana sem notendavænsta og tryggt sem bestu gæðin á sem hagkvæmasta máta. Við vitum að SFG hefur verið að vinna hörðum höndum að því að minnka þeirra plastnotkun og taka stór skref til að stuðla að minni mengun. Eina leiðin til að leysa vandamálið þegar kemur að  einnota plasti á Íslandi er einmitt að bæði einstaklingar og fyrirtæki taki á vandanum,“ segir Julie. 

Mikil þörf á vistvænum umbúðum í sjávarútveginum

Að sögn Julie hafa þær einnig augastað á sjávarútveginum, því þar sé mikil þörf á vöru sem getur komið í stað einnota plasts. „Við höfum rætt við nokkra aðila í sjávarútveginum en það er einmitt næsta skref hjá okkur að tengjast formlega við fyrirtæki í sjávarútvegi sem er til í að vera samstarfsaðili með okkur í þessari þróun fyrir fiskiðnaðinn frá upphafi. Gott er að nefna að það er langur vegur fram undan í þessari þróun en það hefst allt með drifkrafti og  að hafa rétta fólkið  kringum sig sem er einmitt það sem við höfum verið að sjá.“  

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...