Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ólöf Hörn Erlendsdóttir lét sitt ekki eftir liggja við hreinsunarstörfin í skóginum.
Ólöf Hörn Erlendsdóttir lét sitt ekki eftir liggja við hreinsunarstörfin í skóginum.
Mynd / Skógræktarfélag Eyfirðinga
Fréttir 1. nóvember 2022

Sjálfboðaliðar við hreinsunarstörf

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Talsvert brotnaði af trjám í Laugalandsskógi á Þelamörk í Hörgársveit í norðanáhlaupinu á dögunum. Þau tepptu umferð um göngustíga og gátu valdið hættu.

Ingólfur Jóhannsson, fram­kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að svo hafi háttað til að starfsmenn félagsins voru önnum kafnir við alls kyns verkefni, keppst er við að grisja frá stígum fyrir veturinn, byggja upp leiksvæði og einnig er verið að reisa nýja tjaldskemmu sem á að hýsa sögunaraðstöðu félagsins ásamt því að skjóta skjólshúsi yfir nýja snjótroðarann. Hann verður að líkindum settur í skip í Þýskalandi í kringum næstu mánaðamót.

Skógarhjónin og bjargvættirnir Sigurður Sæmundsson, stjórnarmaður SE og Ólöf Hörn Erlingsdóttir, fyrrverandi starfsmaður félagsins, bönkuðu snarlega upp á hjá skógræktarfélaginu, fengu lánuð tæki og tól sem vantaði upp á þeirra eigin og snöruðu sér svo út á Þelamörkina til að bjarga þar málum „Við erum svo sannarlega heppin og mjög þakklát fyrir þessa aðstoð sem þau hjónin veittu okkur,“ segir Ingólfur.

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...