Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ólöf Hörn Erlendsdóttir lét sitt ekki eftir liggja við hreinsunarstörfin í skóginum.
Ólöf Hörn Erlendsdóttir lét sitt ekki eftir liggja við hreinsunarstörfin í skóginum.
Mynd / Skógræktarfélag Eyfirðinga
Fréttir 1. nóvember 2022

Sjálfboðaliðar við hreinsunarstörf

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Talsvert brotnaði af trjám í Laugalandsskógi á Þelamörk í Hörgársveit í norðanáhlaupinu á dögunum. Þau tepptu umferð um göngustíga og gátu valdið hættu.

Ingólfur Jóhannsson, fram­kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að svo hafi háttað til að starfsmenn félagsins voru önnum kafnir við alls kyns verkefni, keppst er við að grisja frá stígum fyrir veturinn, byggja upp leiksvæði og einnig er verið að reisa nýja tjaldskemmu sem á að hýsa sögunaraðstöðu félagsins ásamt því að skjóta skjólshúsi yfir nýja snjótroðarann. Hann verður að líkindum settur í skip í Þýskalandi í kringum næstu mánaðamót.

Skógarhjónin og bjargvættirnir Sigurður Sæmundsson, stjórnarmaður SE og Ólöf Hörn Erlingsdóttir, fyrrverandi starfsmaður félagsins, bönkuðu snarlega upp á hjá skógræktarfélaginu, fengu lánuð tæki og tól sem vantaði upp á þeirra eigin og snöruðu sér svo út á Þelamörkina til að bjarga þar málum „Við erum svo sannarlega heppin og mjög þakklát fyrir þessa aðstoð sem þau hjónin veittu okkur,“ segir Ingólfur.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...