Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Skjót viðbrögð ráðherra
Fréttir 23. október 2023

Skjót viðbrögð ráðherra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Smáframleiðendur munu ekki þurfa að sækja um sérstakt starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits til að geta tekið þátt í matarmarkaði, öðlist drög að breytingu að reglugerð gildi.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins skrifaði Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, grein þar sem hún gagnrýndi þá túlkun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á lögum um matvæli að þeim sé skylt að krefjast þess að framleiðendur forpakkaðra matvæla þurfi að sækja um tímabundið starfsleyfi til að taka þátt í matarmarkaði. Matvælaráðuneytið hefur nú kynnt til samráðs í Samráðsgátt drög að breytingu á reglugerð um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum. Lagt er til að sú reglugerð gildi einnig um sölu matvælaframleiðenda sem hafa gilt starfsleyfi frá sínu heilbrigðisumdæmi á forpökkuðum matvælum á matarmörkuðum þar sem skipuleggjendur/ ábyrgðaraðilar markaðarins eru með leyfi frá heilbrigðiseftirlit svæðisins fyrir viðburðinum. Er það í takt við tillögu sem Oddný Anna segir að Samtök smáframleiðenda hafi lagt til í tölvupósti til ráðuneytisins og í samræmi við það sem fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sögðust einnig hafa lagt til. Hægt er að senda til umsagnir til 26. október.

Skylt efni: smáframleiðendur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...