Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, rannsakar hvernig nota megi skordýr sem fóður og fæði.
Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, rannsakar hvernig nota megi skordýr sem fóður og fæði.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 13. október 2023

Skordýr sem fóðurhráefni fyrir dýr

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Íslenskt lið tók á dögunum í fyrsta sinn þátt í evrópskri nýsköpunarkeppni fyrir nemendur á sviði lífvísinda.

Um er að ræða hina evrópsku BISC-E-samkeppni háskólanemenda á sviði lífvísinda sem haldin var fyrr í mánuðinum og sendi Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) lið í keppnina.

BISC-E stendur fyrir Bio-Based Innovation Student Challenge Europe og er nýsköpunarkeppni fyrir háskólanemendur sem eru að vinna með líffræðitengdar lausnir. Þetta árið sendu 15 lönd nemendur til keppninnar og þar keppti Ísland í fyrsta sinn.

Önnur lönd sem tóku þátt voru Írland, Frakkland, Þýskaland, Króatía, Tékkland, Grikkland, Belgía, Litáen, Ítalía, Lettland, Búlgaría, Slóvenía, Portúgal og Pólland, segir í tilkynningu frá LbhÍ.

Mjölormar og hermannaflugulirfur

Fyrst fóru fram keppnir innanlands milli nemendahópa, þar sem eitt lið frá hverju landi komst áfram í evrópsku samkeppnina. Að þessu sinni vann Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, íslensku keppnina ásamt liðsfélögum sínum, Siv Lene Gangenes Skar, doktorsnema í ylrækt við LbhÍ, og Karli Ólafssyni, BSc-nema í verkfræði við Háskóla Íslands, með verkefnið skordýr sem fóður og fæði.

Verkefnið snýst um að framleiða mjölorma og svartar hermannaflugulirfur með notkun á grænni orku og mismunandi fóðri, þar á meðal brauðafgöngum sem falla til í bakaríum, bjórhrati og lúpínufræjum og nýta skordýrin sem fóðurhráefni fyrir dýr.

Markmið verkefnisins er að stuðla að minni matarsóun og þar með minni útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hefta útbreiðslu Alaskalúpínu á Íslandi og þar með auka líffjölbreytni, og enn fremur auka matvælaöryggi í Evrópu.

Lirfur voru fóðraðar á til dæmis brauð- afgöngum sem falla til í bakaríum, bjórhrati og lúpínufræjum.
Hvetja til þátttöku í BISC-E

Þeim nemendum sem komust áfram frá hverju landi var boðið að taka þátt í námskeiði þar sem farið var yfir hvernig kynna á nýsköpun fyrir fjárfestum, hvernig á að vekja áhuga þeirra og sannfæra um fýsileika fjárfestingar í viðkomandi verkefni.

Dómnefnd valdi 5 lið til þess að halda áfram keppni 28. september. Því miður komst Ísland ekki áfram í 5-liða úrslitin að þessu sinni.

Rúna og lið hennar voru afar ánægð með þátttökuna og reynsluna og hvetja háskólanemendur til þátttöku í BISC-E 2024. Opið er fyrir skráningar liða til loka október 2023.

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.bisc-e.eu.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...