Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eftirlit með sjókvíaeldi er of lítið að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnanir sem eiga samkvæmt lögum að sjá um eftirlit hafa ekki verið styrktar til að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum í takti við vöxt greinarinnar.
Eftirlit með sjókvíaeldi er of lítið að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnanir sem eiga samkvæmt lögum að sjá um eftirlit hafa ekki verið styrktar til að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum í takti við vöxt greinarinnar.
Mynd / VH
Fréttir 9. febrúar 2023

Sláandi athugasemdir Ríkisendurskoðunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríkisendurskoðun hefur birt viðamikla stjórnsýsluúttekt um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Í úttektinni eru gerðar margar sláandi athugasemdir sem beinast að stjórnvöldum og fyrirtækjum sem stunda sjókvíaeldi við landið. Auk þess sem eftirlit með sjókvíaeldi er sagt of lítið.

Í niðurstöðu úttektarinnar segir að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennt og ekki í stakk búið til að takast á við aukinn vöxt og umsvif greinarinnar á síðustu árum.

Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að stjórnsýslan og þær stofnanir sem eiga samkvæmt lögum að sjá um eftirlit hafi ekki verið styrktar til að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum.

Ekki sátt og stefnulaus uppbygging

Í úttektinni segir einnig að hvorki hafi „skapast aukin sátt um greinina né hafa eldissvæði eða heimildir til að nýta þann lífmassa sem talið er óhætt að ala á tilteknum hafsvæðum verið úthlutað með útboði af hálfu matvælaráðherra“.

Þá segir að: „Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og lífmassa hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir, helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja og við hvíta ljósgeira siglingavita.“

Ekkert samstarf milli ráðuneyta

Í úttektinni segir að talsverð skörun sé á milli krafna fyrir starfsleyfi og rekstrarleyfi og athygli vekur að samstarf umhverfis- og matvælaráðuneytisins er nánast ekkert þegar kemur að fiskeldi. Þannig hafa verið settar reglur um rekstrarleyfi sem skarast á við ákvæði um starfsleyfi og öfugt.

Í lögum um fiskeldi er kveðið á um að matvælaráðherra skuli ákveða skiptingu fiskeldissvæða meðfram ströndum landsins ef vistfræðileg eða hagræn rök mæli með því. Ráðherra nýtti ekki þessa heimild og rekstraraðilar gátu því hafið undirbúning fyrir sjókvíaeldi hvar sem er fyrir utan skilgreind friðunarsvæði, með því að hefja matsferli í samræmi við þágildandi lög um mat á umhverfisáhrifum.

Þetta hafði þau áhrif að upp kom kapphlaup um eldissvæði og ósamræmi við aðra nýtingu á viðkomandi svæðum og vann gegn markmiðum um að heildarnýting svæða væri sem hagkvæmust. Þá eru dæmi um að ófullkomnar matstillögur og leyfisumsóknir væru sendar inn til meðferðar í stjórnsýslunni með það að markmiði að vera á undan næsta rekstraraðila.


Umfjöllun ekki samkvæmt núgildandi lögum

Árið 2019 tóku gildi lagabreytingar sem gera ráð fyrir að ráðherra taki ákvörðun um hvaða firði eða hafsvæði skal meta til burðarþols í sjókvíaeldi og að Hafrannsóknastofnun taki ákvörðun um hvernig skipta eigi viðkomandi hafsvæði í eldissvæði sem eru síðan auglýst og boðin út. Þær lagabreytingar eru ekki enn komnar til framkvæmda og óljóst er hvernig þeim verður háttað. Auk þess hefur ekkert þeirra leyfa sem gefin hafa verið út til starfsemi sjókvíaeldis fengið umfjöllun á hverju þeirra stiga sem núgildandi ferill gerir ráð fyrir samkvæmt lögum.

Samkvæmt úttektinni hafa lagabreytingar sem gerðar voru árin 2014 og 2019 hvorki haft í för með sér betri og skilvirkari ferli leyfisveitinga né eftirlits. Eftirlit með sjókvíaeldi við Íslandsstrendur er of takmarkað og háð aðgengi að búnaði og starfsfólki fiskeldisfyrirtækja.

Skylt efni: sjókvíaeldi

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...