Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Staðfest að svínapest hefur fundist innan landamæra Þýskalands
Fréttir 11. september 2020

Staðfest að svínapest hefur fundist innan landamæra Þýskalands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þjóðverjar hafa staðfest að fyrsta tilfellið af afrísku svínapestinni hafi fundist í landinu. Julia Klöckner landbúnaðarráðherra Þýskalands greindi frá þessu í gær, fimmtudaginn 10. september, en þá fannst hræ af smituðum villigelti í Ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands.

Þjóðverjar líta málið mjög alvarlegum augum, enda hefur svínapestin leikið svínarækt í mörgum ríkjum grátt, en þó hvergi eins illa og Kína þar sem 120 milljónir svína hafa drepist frá því veikin fannst þar fyrst í ágúst 2018. Það er meira en þriðjungur af svínastofninum í Kína. Svínapestarvírusinn hefur nú fundist í 10 Evrópulöndum. Þýskaland er langstærsti svínakjötsframleiðandinn í álfunni og stærsti útflytjandi í álfunni á svínakjöti til Kína og hefur flutt þangað yfir 5 milljónir tonna af svínakjöti á ári. 

Stutt frá pólsku landamærunum

Hræið af smitaða villigeltinum sem fannst í Þýskalandi var í 6 km fjarlægð frá pólsku landamærunum og í um 30 km fjarlægð frá þeim stað sem slíkt smit var síðast staðfest í Póllandi. Sýni úr hræinu var tekið til rannsóknar hjá rannsóknastofu Loeffler stofnunarinnar í Þýskalandi sem staðfesti að um afrísku svínapestina  (AFS) væri að ræða.

Landbúnaðarráðuneyti Þýskalands hefur sett af stað hæsta viðbúnaðarstig enda talið erfitt að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar í Þýskalandi með villtum svínum. Danir höfðu áður brugðist við með því að reisa sérstaka girðingu á landamærunum að þýskalandi sem á að koma í veg fyrir að vilt svín frá Þýskalandi ráfi yfir landamærin.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...