Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Staðfest að svínapest hefur fundist innan landamæra Þýskalands
Fréttir 11. september 2020

Staðfest að svínapest hefur fundist innan landamæra Þýskalands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þjóðverjar hafa staðfest að fyrsta tilfellið af afrísku svínapestinni hafi fundist í landinu. Julia Klöckner landbúnaðarráðherra Þýskalands greindi frá þessu í gær, fimmtudaginn 10. september, en þá fannst hræ af smituðum villigelti í Ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands.

Þjóðverjar líta málið mjög alvarlegum augum, enda hefur svínapestin leikið svínarækt í mörgum ríkjum grátt, en þó hvergi eins illa og Kína þar sem 120 milljónir svína hafa drepist frá því veikin fannst þar fyrst í ágúst 2018. Það er meira en þriðjungur af svínastofninum í Kína. Svínapestarvírusinn hefur nú fundist í 10 Evrópulöndum. Þýskaland er langstærsti svínakjötsframleiðandinn í álfunni og stærsti útflytjandi í álfunni á svínakjöti til Kína og hefur flutt þangað yfir 5 milljónir tonna af svínakjöti á ári. 

Stutt frá pólsku landamærunum

Hræið af smitaða villigeltinum sem fannst í Þýskalandi var í 6 km fjarlægð frá pólsku landamærunum og í um 30 km fjarlægð frá þeim stað sem slíkt smit var síðast staðfest í Póllandi. Sýni úr hræinu var tekið til rannsóknar hjá rannsóknastofu Loeffler stofnunarinnar í Þýskalandi sem staðfesti að um afrísku svínapestina  (AFS) væri að ræða.

Landbúnaðarráðuneyti Þýskalands hefur sett af stað hæsta viðbúnaðarstig enda talið erfitt að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar í Þýskalandi með villtum svínum. Danir höfðu áður brugðist við með því að reisa sérstaka girðingu á landamærunum að þýskalandi sem á að koma í veg fyrir að vilt svín frá Þýskalandi ráfi yfir landamærin.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...