Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórnvaldssektir á tvö bú
Fréttir 24. ágúst 2023

Stjórnvaldssektir á tvö bú

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælastofnun (MAST) lagði fyrir skemmstu stjórnvaldssektir á tvö bú á Vesturlandi vegna brota á lögum um dýravelferð.

Annars vegar var um að ræða bú þar sem hluti fjárins hafði sloppið af bænum fyrir burð í vor og bar því eftirlitslaust og hins vegar bú þar sem nautgripir reyndust vanfóðraðir. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.

Samkv. 6.mgr. 42.gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra geta þeir sem fá stjórnvaldssektir frá MAST fyrir brot á dýravelferð og eru ósáttir við það ekki kært þær sektargjörðir til æðra stjórnvalds (matvælaráðuneytis). Þeir verða þess í stað, eftir atvikum, að höfða mál til ógildingar fyrir dómstólum innan ákveðins tíma. Málshöfðun frestar hvorki réttaráhrifum ákvörðunar MAST né heimild til aðfarar.

MAST sagði jafnframt í nýlegri tilkynningu að óskað yrði eftir rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á máli þar sem tíu hundar fundust dauðir í útigerði eftir að umráðamaður þeirra hafði verið fjarverandi í nokkra klukkutíma. Hafði hundaþjálfari á bæ í Breiðdal fundið tíu af hundum sínum dauða. Yfirdýralæknir lét hafa eftir sér að ekkert hefði fundist óeðlilegt við krufningu tveggja af hundunum en sýni verið send í eiturefnagreiningu.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...