Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórnvaldssektir á tvö bú
Fréttir 24. ágúst 2023

Stjórnvaldssektir á tvö bú

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælastofnun (MAST) lagði fyrir skemmstu stjórnvaldssektir á tvö bú á Vesturlandi vegna brota á lögum um dýravelferð.

Annars vegar var um að ræða bú þar sem hluti fjárins hafði sloppið af bænum fyrir burð í vor og bar því eftirlitslaust og hins vegar bú þar sem nautgripir reyndust vanfóðraðir. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.

Samkv. 6.mgr. 42.gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra geta þeir sem fá stjórnvaldssektir frá MAST fyrir brot á dýravelferð og eru ósáttir við það ekki kært þær sektargjörðir til æðra stjórnvalds (matvælaráðuneytis). Þeir verða þess í stað, eftir atvikum, að höfða mál til ógildingar fyrir dómstólum innan ákveðins tíma. Málshöfðun frestar hvorki réttaráhrifum ákvörðunar MAST né heimild til aðfarar.

MAST sagði jafnframt í nýlegri tilkynningu að óskað yrði eftir rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á máli þar sem tíu hundar fundust dauðir í útigerði eftir að umráðamaður þeirra hafði verið fjarverandi í nokkra klukkutíma. Hafði hundaþjálfari á bæ í Breiðdal fundið tíu af hundum sínum dauða. Yfirdýralæknir lét hafa eftir sér að ekkert hefði fundist óeðlilegt við krufningu tveggja af hundunum en sýni verið send í eiturefnagreiningu.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...