Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórnvaldssektir á tvö bú
Fréttir 24. ágúst 2023

Stjórnvaldssektir á tvö bú

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælastofnun (MAST) lagði fyrir skemmstu stjórnvaldssektir á tvö bú á Vesturlandi vegna brota á lögum um dýravelferð.

Annars vegar var um að ræða bú þar sem hluti fjárins hafði sloppið af bænum fyrir burð í vor og bar því eftirlitslaust og hins vegar bú þar sem nautgripir reyndust vanfóðraðir. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.

Samkv. 6.mgr. 42.gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra geta þeir sem fá stjórnvaldssektir frá MAST fyrir brot á dýravelferð og eru ósáttir við það ekki kært þær sektargjörðir til æðra stjórnvalds (matvælaráðuneytis). Þeir verða þess í stað, eftir atvikum, að höfða mál til ógildingar fyrir dómstólum innan ákveðins tíma. Málshöfðun frestar hvorki réttaráhrifum ákvörðunar MAST né heimild til aðfarar.

MAST sagði jafnframt í nýlegri tilkynningu að óskað yrði eftir rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á máli þar sem tíu hundar fundust dauðir í útigerði eftir að umráðamaður þeirra hafði verið fjarverandi í nokkra klukkutíma. Hafði hundaþjálfari á bæ í Breiðdal fundið tíu af hundum sínum dauða. Yfirdýralæknir lét hafa eftir sér að ekkert hefði fundist óeðlilegt við krufningu tveggja af hundunum en sýni verið send í eiturefnagreiningu.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...