Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stöðugt lækkandi verð á mjólk
Fréttir 9. júní 2015

Stöðugt lækkandi verð á mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skýrslunni „Mjólkurframleiðsla á Íslandi - Staða og horfur”. Í skýrslunni reynt er að greina uppbyggingu mjólkurframleiðslu hér á landi og þróun hennar á síðustu árum.

Í skýrslunni kemur skýrt fram að opinberir styrkir til landbúnaðarframleiðslu hér á landi hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta hefur náðst árangur í að ná niður verði á helstu mjólkurvörum og auka framleiðslu.

Raunverð lægra 2013 en 2003
Í skýrslunni segir að raunverð á nýmjólk, rjóma, skyri, jógúrt, smjöri og osti hafi verið lægra árið 2013 en 2003. Kemur fram að þó svo verð á mjólkurvörum fari hækkandi hafi hún ekki haldið í við þróun á vísitölu neysluverðs. Einnig að 70% matvara á þessu tímabili, 2003 til 2013, hækkaði meira en sú mjólkurafurð sem hækkaði mest. Aðeins 10% matvara hækkuðu minna í verði. Athygli vekur að þrátt fyrir þennan árangur er í skýrslunni gerðar tillögur að breytingum sem kollvarpa núverandi fyrirkomulagi mjólkurframleiðslu.

Meðalnyt aukist um 45%
Í skýrslu Hagfræðistofnunar segir: „Hagkvæmni hefur aukist mikið í rekstri íslenskra kúabúa undanfarin ár. Meðalnyt á hverja íslenska kú jókst um nálægt 45% frá 1994-2012, en áður hafði hún lítið aukist í áratugi.“ Þessi hagræðing í mjólkurframleiðslu hefur skilað sér í lægra verði til neytenda. Á móti kemur fram í skýrslunni að auka þurfi möguleika til nýliðun í greininni og auka skilvirkni greiðslna úr ríkissjóði þannig að þær skili sér betur til bænda. Þessi atriði þarf að taka til nánari skoðunar sem og ýmis önnur atriði skýrslunnar í komandi búvörusamningum.

Aukin skilvirkni skilar sér til neytenda
Bændasamtök Íslands og Landsamband kúabænda gagnrýna að skýrsluhöfundar gefi sér að eftirgjöf í tollum á landbúnaðarafurðum skili sér í lægra verði til neytenda. Nýleg dæmi þar sem hið opinbera hefur lækkað álögur á vöruflokkum sýna að það er ekki gefið að verð á þeim út úr búð lækki samsvarandi. Þvert á móti kemur fram í nýlegum verðlagskönnunum ASÍ að verð á þessum vöruflokkum hækkaði eða stóð í stað eftir að dregið var úr álagningu. Aukin skilvirkni í framleiðslu mjólkurafurða hefur aftur á móti skilað sér í lækkuðu verði til neytenda eins og skýrsla Hagfræðistofnunar rekur ágætlega.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...