Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnarsholti 19. janúar síðastliðinn.
Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnarsholti 19. janúar síðastliðinn.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 3. febrúar 2016

Stríðsöxum sópað undir græna torfu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fyrir nokkru bauð Landgræðslan stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda að koma í kynnisferð til höfuðstöðva stofnunarinnar í Gunnarsholti og halda þar stjórnarfund. Stjórn LS þáði boðið og kom í Gunnarsholt þriðjudaginn 19. janúar. 
 
Er þetta reyndar ekki í fyrsta sinn sem sauðfjárbændur halda stjórnarfund í Gunnarsholti. Fundurinn nú þykir samt marka nokkur tímamót í ljósi harðra skoðanaskipta sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum á milli Landgræðslumanna og sauðfjárbænda á liðnum misserum, m.a. á síðum Bændablaðsins. 
 
Hefur þar oft verið hátt reitt til höggs. Þar hefur Landgræðslan m.a. gagnrýnt harðlega afréttabeit á viðkvæmum svæðum, eins og í Almenningum. Að sama skapi hefur bændum þótt Landgræðslumenn oft á tíðum gera lítið úr þeirra hlut við uppgræðslu lands og rétti til landnýtingar í samræmi við beitarþol. Hafa þessi átök og óvægin umræða leitt til mikillar kergju á báða bóga sem menn virðast nú sammála um að hafi ekki verið neinum til gagns. 
 
Stríðsaxir undir græna torfu
 
Vel fór á með sauðfjárbændum og Landgræðslumönnum á fundinum í Gunnarsholti og virðist sem öllum stríðsöxum hafi þar verið sópað saman undir græna torfu. Var ákveðið að stofna samráðshóp til að vinna að framgangi samstarfsverkefna sauðfjárbænda og Landgræðslunnar. 
 
Farið yfir málin
 
Í upphafi heimsóknarinnar kynnti landgræðslustjóri starfsemi stofnunarinnar og sögu staðarins. Að lokinni kynningu var haldinn samráðsfundur þar sem farið var yfir ýmis málefni, s.s. síðustu breytingar á reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu, beitarrannsóknir og vöktun á gróðurframvindu á beitarsvæðum. Þá var einnig rætt um viðmið sjálfbærrar landnýtingar og fleiri mál. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...