Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stuðningsgreiðslur til 277 sauðfjárbænda frestast því vorbókum var ekki skilað
Mynd / BBL
Fréttir 22. ágúst 2018

Stuðningsgreiðslur til 277 sauðfjárbænda frestast því vorbókum var ekki skilað

Höfundur: smh

Matvælastofnun hafði ekki borist vorbækur í Fjárvís frá 277 sauðfjárbændum þann 20. ágúst, sem þýðir að þeir munu ekki fá stuðningsgreiðslur til sín greiddar þann 1. september.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að í samningum bænda og ríkis sem tók gildi 1. janúar 2017 séu skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum til bænda að þeir þurfi að vera þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi og skuli skila fullnægjandi skýrsluhaldi innan tímamarka. Þannig er kveðið á um það í reglum um stuðning við sauðfjárrækt að sauðfjárbændur skuli skila vorbók í Fjárvís eigi síðar en 20. ágúst ár hvert, ella skuli stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. september það ár.

Matvælastofnun, sem sér um stuðningsgreiðslurnar fyrir ríkið, ber því að fresta greiðslum til þeirra bænda sem ekki skiluðu vorbókunum.

Frestast fram í október þegar vorbókum hefur verið skilað

„Þessi fjöldi kemur verulega á óvart í ljósi þess að skilafresti var frestað um mánuð frá fyrra ári til að gefa bændum rýmri tíma til að ganga frá skýrsluhaldinu, sem og auðvitað að þetta mun þýða frestun á stuðningsgreiðslum.

Næsta útgreiðsla stuðningsgreiðslna er 1. október, sem er þá síðasta greiðsla til sauðfjárbænda á þessu ári, en sauðfjárbændur fengu greiddar nóvember og desember greiðslur fyrirfram fyrr á árinu í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt. Þeir bændur sem höfðu ekki skilað vorbók á tilsettum tíma fá septembergreiðslu greidda í október þegar þeir hafa skilað inn vorbókinni,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...