Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stuldur á erfðaefni
Fréttir 10. febrúar 2015

Stuldur á erfðaefni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir nokkrum viku var greint frá því í Bændablaðinu að mikið eftirspurn væri eftir Suður Amerískri makarót í Kína og Bandaríkjunum sem heilsufæði. Verð á rótinni rauk upp og ræktendur nutu góðs af.

Um svipað leiti lýsti stjórnvöld í Perú áhyggju yfir að fræjum af plöntunni yrði stolið og þeim smyglað úr landi og ræktun hennar hafin annarstaðar. Það hafa Kínverjar gert. Stuldur fræjanna vekur upp spurningar um eignarrétt ríkja og þjóðarbrota á erfðaefni plantna.

Umræða um stuld erfðaefnis hefur verið talsvert í deiglunni undanfarin ár. Ekki síst í tengslum við lyfjafyrirtæki sem hafa safnað upplýsingum innfæddra víða um heim á lækningamæti planta og nýtt sér þær til að framleiða. Lyfjafyrirtækin hafa í fæstum tilfellum greitt fyrir upplýsingarnar og innfæddir ekki notið ágóðans.

Ræktun á maka er hafin í stórum stíl í Yunnan-héraði í Kína og er búist við að hún verði meiri þar en í Perú eftir nokkur ár. Sótt hefur verið um 250 alþjóðleg einkaleyfi sem tengjast ræktun á maka og kemur rúmur helmigur þeirra frá Kína. Tuttugu umsóknir er taldar tengjast stolnum fræjum og eru í rannsókn vegna hugsanlegs stuld á erfðaefni.

Á síðasta ári höfðu ríflega 50 ríki skrifað undir svokallaðan Nagoya-skuldbindingu þar sem þau skuldbundu sig meðal annars til að virða eignarrétt annarra ríka á erfðaefni sem hefði verið lengi í ræktu og tengjast menningu þeirra. Kína og Bandaríkin hafa ekki skrifað undir samninginn og ekki heldur Ísland.

Skylt efni: Marvæli | erfðaefni

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...