Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.
Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.
Fréttir 12. febrúar 2015

Svínakjötsframleiðsla gæti lagst af

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innflutningur á svínakjöti á síðasta ári var hátt í 600 tonn en rúm 460 tonn árið 2013. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir íslenska framleiðendur vel geta annað eftirspurn fái þeir að keppa á jafnréttisgrundvelli.

„Starfsumhverfi íslenskra svínabænda er á engan hátt sambærilegt við það sem bændur búa við í þeim löndum sem eru að selja svínakjöt hingað til lands. Bændur þar geta aukið vaxtarhraða svínanna með því að blanda sýklalyfjum í fóður auk þess sem reglugerðir hér eru mun strangari þegar kemur að aðbúnaði og velferð dýranna,“ segir Hörður.

Ekki sömu reglur

Verðmyndun á afurð eins og svínakjöti ræðst af þeim kostnaði sem fellur til við framleiðsluna. Allar heimildir sem lækka þann kostnað lækka því framleiðslukostnaðinn. Dæmi um það eru fyrrnefndir vaxtarhvatar auk stuðningskerfis hins opinbera í viðkomandi löndum. Þar á ég meðal annars við styrki frá hinu opinbera til fjárfestinga, til endurbóta á gripahúsum vegna aukinna krafna um dýravelferð og meðhöndlunar á húsdýraáburði svo fátt eitt sé nefnt. Víða erlendis fá bændur einnig styrki á hverja flatareiningu lands sem hefur áhrif til lækkunar á fóðurverði sem aftur hefur áhrif á verðmyndun þeirra afurða sem verða til úr fóðrinu.
Allt þetta samandregið og samanlagt skiptir svo sköpum þegar kemur að verðlagningu afurðanna þegar þær eru seldar á milli landa og samkeppnisstöðu á markaði. Að mínu mati er ekki sanngjarnt að bændur hér á landi, sem ekki njóta styrkja og þurfa að uppfylla mun strangari kröfur um dýraheilbrigði, eigi að keppa við slíkan innflutning,“ segir Hörður.

Tæp 600 tonn flutt inn 2014

Að sögn Harðar á svínakjöts­framleiðsla hér á landi mjög undir högg að sækja um þessar mundir og ekki síst í ljósi þess hvað stjórnvöld sýna greininni lítinn skilning.
„Mat á þörf fyrir innflutning á svínakjöti er mjög brenglað að mínu áliti,“ segir Hörður. „Hér gildir tvíhliða samningur við Evrópusambandið sem gerir ráð fyrir að hingað megi flytja inn 200 tonn af svínakjöti á ári á lágmarkstollum. Samningurinn gerir aftur á móti ekki ráð fyrir að við flytjum út eitt einasta tonn á móti.
Innflutningur á svínakjöti á síðasta ári er hátt í 600 tonn og var rúm 460 tonn árið 2013. Þetta er gert þrátt fyrir að svínakjötsframleiðendur hér geti í flestum tilfellum annað allri eftirspurn á landsvísu.“

Veruleikafirrt stjórnvöld

Hörður segir að ef skoðaðar séu tölur frá Hagstofu Íslands yfir innflutt kjöt sem er að mestu áframunnið hér, reykt og saltað, sjáist að verð á því sé stígandi og að ekkert lát virðist vera á því.
„Verðlagning á innfluttu kjöti til neytenda fylgir nánast neysluvísitölunni og hækkar samhliða henni. Kjöt sem er nýtt eða frosið og að mestum hluta íslenskt lækkar í verði.
Mín skoðun er sú að til þess að svínakjötsframleiðsla í landinu leggist ekki af verði stjórnvöld að horfast í augu við veruleikann sem við blasir og hvað það þýðir að hætta framleiðslu svínakjöts hér á landi.“

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...