Svínum fækkar í Danmörku
Árið 2022 fækkaði dönskum svínum um sex prósent, samanborið við árið áður. Á sama tíma fækkaði svínabúum um sjö prósent.
Árið 2022 fækkaði dönskum svínum um sex prósent, samanborið við árið áður. Á sama tíma fækkaði svínabúum um sjö prósent.
Matvælastofnun (MAST) vekur athygli á því hvernig fyrirkomulagi dýraeftirlits með svínum er háttað, í umfjöllun á vef sínum. Það sé með því mesta sem framkvæmt er með dýrum hér.
Blendingsstofn af svínum, sem búin voru til með æxlun ali- og villisvína í Kanada um 1980, þykja almennt betur gefin og úræðabetri en foreldrarnir.
Ingvi Stefánsson, formaður deildar svínabænda hjá Bændasamtökunum og svínabóndi í Teigi í Eyjafjarðarsveit, telur mikil tækifæri liggja í því að innleiða upprunamerkingar.
Svínakjöt er þriðja mest selda kjötið á íslenskum markaði og eru vinsældir þess stöðugt að aukast. Kjúklingakjöt trónir á toppnum og lambakjöt rétt þar á eftir. Þrátt fyrir að neytendur velji í síauknum mæli svínakjöt, þá stendur búgreinin fyrir miklum áskorunum, eins og ákalli um aukinn innflutning og hertum kröfum um aðbúnað. Tækifæri geta þó ley...
Samkvæmt tölum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um framleiðslu og sölu á kjöti á síðasta ári, seldist svínakjöt meira en kindakjöt frá afurðastöðvum – en það er fyrsta skipti sem slíkt gerist. Enn er alifuglakjöt afgerandi mest selda tegundin á Íslandi þótt salan hafi dregist saman um 7,7 prósent á síðasta ári frá 2019. Svínakjötssala jókst...
Svínabúið í Laxárdal II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er stofnað af hjónunum Herði Harðarsyni og Maríu Guðnýju Guðnadóttur árið 1978. Byrjuðu þau með eina gyltu í gömlu hesthúsi, en búið stækkaði ört. Í dag reka þau þar félagsbú ásamt syni sínum, Björgvini Þór, og tengdadóttur, Petrínu Þórunni Jónsdóttur, auk barna þeirra. Stjórn búsins er nú í hönd...
Stjórnvöld ásamt bændum þurfa að móta sér nýja langtímastefnu sem tekur mið af hagsmunum neytenda, lýðheilsu, kolefnisfótspori og byggðaþróun í landinu.
Nýjar tölur frá breskum fóðurverksmiðjum sýna að notkun sýklalyfja hjá smágrísum minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur til af átaki fóðurframleiðenda og breskra svínabænda og hefur notkun á sýklalyfjum í fóðri minnkað til muna síðastliðin þrjú ár.
Met hefur þegar verið slegið í innflutningi á svínakjöti á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins var búið að flytja inn 725 tonn af svínakjöti sem er 186 tonnum meira en á sama tíma í fyrra og 166 tonnum meira en allt árið í fyrra.
Ýmsir glöggir vegfarendur, sem leið hafa átt um Kjalarnesið í sumar, hafa rekið augun í útigangandi brún svín undir Esjunni þar sem Stjörnugrís er með höfuðstöðvar sínar í Saltvík; kjötvinnslu og sláturhús.
Ingvi Stefánsson, bóndi á Teigi í Eyjafirði og fulltrúi svínabænda á búnaðarþingi 2016 lýsti megnri óánægju á fundi í dag með hlut svínabænda í nýgerðum búvörusamningum. Að máli sínu loknu yfirgaf hann samkomuna.
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, segir vegna yfirlýsingar svínabænda að áherslur svínaræktarinnar hafi verið ræddar í viðræðum um búvörusamninga.
Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsir vonbrigðum sínum með niðurstöður búvörusamninga, sem undirritaðir voru fyrir skömmu.
Innflutningur á tollfrjálsu frosnu svínakjöti verður aukinn í 700 tonn á næstu fjórum árum verði nýr tollsamningur við Evrópusambandið samþykktur. Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir svínabændur lítið geta gert til að rétta sinn hag í kjölfar samningsins án aðkomu stjórnvalda.
Á landinu eru starfandi 12 svínaframleiðendur sem reka 21 svínabú/starfsstöð víðs vegar um landið. Færst hefur í aukana að einstaklingar kaupi sér eitt eða nokkur svín til eldis, þá helst yfir sumartímann. Alls eru tæp 30.000 svín á landinu auk smágrísa.
Fulltrúar alþjóðlega fyrirtækisins Alltech undirrituðu þann 21. maí viljayfirlýsingu (memorandum of understanding) við fulltrúa kínverska landbúnaðarþróunarfyrirtækisins Jiangsu Guo Ming um samvinnu við að koma á fót nýju risastóru svínabúi í Kína.
Umhverfisyfirvöld í Derby-skíri í Bretlandi hafa neitað svínakjötsframleiðandanum Midland Pig Prooducers um leyfi til að byggja 24.500 verksmiðjusvínabú skammt frá íbúabyggð.