Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Niðurstöður búvörusamninganna vonbrigði
Fréttir 26. febrúar 2016

Niðurstöður búvörusamninganna vonbrigði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsir vonbrigðum sínum með niðurstöður búvörusamninga, sem undirritaðir voru fyrir skömmu.

Í yfirlýsingunni segir að helstu ástæður vonbrigðanna séu að í  búvörusamningunum, sem gilda til 10 ára, séu framlög til uppbyggingar svínabúa samtals 440 milljónir króna. Þetta eru jafnframt einu framlög ríkisins til greinarinnar samkvæmt búvörusamningunum. Þetta er ekki í neinu samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannalöndum okkar, þar sem yfirvöld hafa gert sambærilegar kröfur um aðbúnað.

Tjón svínabænda gríðarlegt

Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, sagði í samtali við Bændablaðið að með yfirlýsingunni vilji Svínaræktarfélagið benda á þá stöðu sem búgreinin býr við og tengist einkum nýjum lögum um velferð dýra og tollasamningum við Evrópusambandið.

„Við gerð laganna horfðu stjórnvöld til landa sem fremst standa þegar kemur að dýravelferð og sérstaklega til landanna í Skandinavíu þar sem þessar reglur eru að mörgu leyti til fyrirmyndar. Við hjá Svínaræktarfélaginu erum að sjálfsögðu mjög ánægð með það enda viljum við að aðbúnaður dýranna sé sem allra bestur. Það sem hins vegar er ekki tekið með frá viðmiðunarlöndunum er fjármögnun þeirra fjárfestinga sem ráðast þarf í. Þessar 440 milljónir alls sem ríkisstjórnin ætlar að leggja til á móti kostnaði sem er áætlaður af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins um 3 milljarðar króna dugir því skammt. Algengt er að sambærilegur stuðningur í Skandinavíu sé 40 til 50% af kostnaði.

Á sama tíma munu svínabændur verða fyrir gríðarlegu tjóni vegna nýju tollasamninganna sem taka gildi í upphafi árs 2017. Í skýrslu sem Bændasamtök Íslands létu gera vegna áhrifa samninganna á einstakar kjöttegundir er talað um að skerðing á tekjum svínabænda geti numið 308 milljónum á ári og er ekki jafn mikil á neina aðra kjöttegund.

Það sjá því allir að það er harla ólíklegt að viðskiptabankarnir séu tilbúnir til að koma að fjármögnun á fjárfestingum vegna nýrra aðbúnaðarreglna í því starfsumhverfi sem greinin býr við.

Hörður segir að í þessu ljósi sé eðlilegt að skoðað verði hvernig hægt sé að nota þær 440 milljónir króna sem ætlaðar eru til fjárfestinga samkvæmt nýjum rammasamningi til úreldingar á þeim búum sem rekstrargrundvelli hefur verið kippt undan með stjórnvaldsákvörðunum að hans sögn.

„Staða landbúnaðarins í dag er þannig að hann þarf á öflugum heildarsamtökum að halda. Heildarsamtökum sem hafa burði til að koma fram fyrir landbúnaðinn í heild og fyrir þá sem í sveitunum búa. Eins og staðan er í dag finnst okkur svínabændum að loknum búvörusamningunum að við stöndum eftir án þess að hafa fengið lausn á okkar málum. Í ljósi þess er eðlilegt að við veltum fyrir okkur hvort við eigum  samleið með Bændasamtökum Íslands eða einhverjum öðrum. Svo má líka velta því fyrir sér að ef svínabúskapur er að leggjast af í stórum stíl, hvort það skipti nokkru máli lengur hvort svínabændur séu hluti af einhverjum samtökum eða ekki,“ segir Hörður.

Nauðsynlegar breytingar kosta 2,5 til 3,2 milljarða

Í yfirlýsingunni segir stjórn Svínaræktarfélags Íslands að óháðir sérfræðingar telji að kostnaður við nauðsynlegar breytingar til að uppfylla ákvæði nýrrar reglugerðar um aðbúnað í svínarækt sé 2,5 –3,2 milljarðar króna og að með íþyngjandi reglugerð um aðbúnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið alvarlega að rótum svínaræktar á Íslandi.

Við gerbreyttar forsendur, sem alfarið eru að tilstuðlan ríkisins, hlýtur að vera sanngjörn krafa að úrelding búa sé hluti af nýju rekstrarumhverfi greinarinnar. Þannig gefist bændum sem það kjósa kostur á að hætta rekstri án þess að taka með sér skuldaklafa.

Skoða hvort hagsmunum sé betur borgið utan BÍ

Þá segir að gerð nýrra búvörusamninga hafi verið með þeim hætti að Svínaræktarfélag Íslands hljóti að skoða það alvarlega hvort hagsmunum þess er betur borgið utan Bændasamtaka Íslands. Tillaga þess efnis liggur fyrir fundi sem boðaður hefur verið 2. mars næstkomandi.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...