Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Engir alvarlegir sjúkdómar komu upp í fyrra hjá svínabændum
Fréttir 8. september 2015

Engir alvarlegir sjúkdómar komu upp í fyrra hjá svínabændum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á landinu eru starfandi 12 svínaframleiðendur sem reka 21 svínabú/starfsstöð víðs vegar um landið. Færst hefur í aukana að einstaklingar kaupi sér eitt eða nokkur svín til eldis, þá helst yfir sumartímann. Alls eru tæp 30.000 svín á landinu auk smágrísa.
 
Samkvæmt starfsskýrslu MAST fyrir árið 2014 komu engir alvarlegir sjúkdómar upp á árinu. Sjúkdómastaða á svínabúum var nokkuð góð á árinu líkt og undanfarin ár. Meðal þeirra sjúkdóma sem koma reglulega upp eru skita hjá smágrísum og fráfærugrísum, auk brjósthimnubólgu, lungnabólgu, liðabólgu og fleira. 
 
Nákvæm heilbrigðisskoðun
 
Í sláturhúsum fer fram sjúkdómaeftirlit. Svínin eru skoðuð af héraðs- eða eftirlitsdýralækni fyrir og eftir aflífun, þ.e. líffæri og skrokkar eru heilbrigðisskoðaðir. Við heilbrigðisskoðun í sláturhúsum ber mest á kregðu, langvinnri brjósthimnubólgu og langvinnri gollurhússbólgu.
 
Í skýrslu MAST 2014 kemur fram að á árinu hafi verið tekin sýni til skimunar á svínainflúensu H1N1, svínainflúensu H3N3, PRRS-veiki og Aujeszky‘s. Mótefni gegn svínainflúensu H1N1 og H3N2 greindust á flestum svínabúum landsins en engin svín á búunum sýndu einkenni sjúkdómsins. Mótefni gegn svínainflúensu H1N1 og H3N2 hafa áður greinst hér á landi.
 
Á árinu var tvisvar sinnum flutt inn djúpfryst svínasæði frá Noregi, alls 361 skammtur. Sæðið er úr tegundunum Duroc, Yorkshire og Landrace og er notað til kynbóta á flestum svínabúum landsins. Sæðið er flutt inn til notkunar beint á svínabúunum og gekk allur innflutningur vel. Engar grunsemdir vöknuðu á árinu um að smitsjúkdómar hefðu borist með innfluttu sæði til landsins.
 
Auknar kröfur um dýravelferð
 
Í lok árs kom út ný reglugerð um velferð svína (nr. 1276/2014). Reglugerðin gefur svínabændum svigrúm til 10 ára til að framfylgja kröfum reglugerðarinnar ef aðstæður eru þannig að kostnaðarsamt sé að uppfylla þær. Breytingar úr básahaldi yfir í lausagöngu falla þar undir, en þó með þeim fyrirvara að básarnir þrengi ekki um of að gyltunum. Þessi frestur er háður því að svínabændur skili inn tímasettri úrbótaáætlun og kostnaðarmati til Matvælastofnunar. 
 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...