Fnykur ástæða höfnunar
Umhverfisyfirvöld í Derby-skíri í Bretlandi hafa neitað svínakjötsframleiðandanum Midland Pig Prooducers um leyfi til að byggja 24.500 verksmiðjusvínabú skammt frá íbúabyggð.
Íbúar í Derby-skíri anda léttar eftir að byggingu risasvínabús í 100 metra fjarlægð frá íbúabyggð og 250 metra frá fangelsi skírisins var hafnað. Í umsögn vegna höfnunarinnar segir að fnykurinn sem fylgir slíku risabúi væri hrein árás á lyktarskyn íbúanna í nágreninu.
Í umsögninni segir einnig að Midland Pig Prooducers hafi ekki með nokkru móti tekist að sýna fram á að fyrirtækið gæti heft lyktarmengunina sem fylgdi svo stóru búi. Auk þess sem gríðarlega mikið af lífrænum úrgangi frá búinu gæti orðið til vandræða þrátt fyrir góð áform.