Gáfuð ofursvín gera usla
Blendingsstofn af svínum, sem búin voru til með æxlun ali- og villisvína í Kanada um 1980, þykja almennt betur gefin og úræðabetri en foreldrarnir.
Ekki liðu mörg ár þar til nokkrum af ofursvínunum var sleppt úr haldi og hófu nýtt líf í náttúrunni og eins og svína er siður fjölgaði þeim hratt og útbreiðsla þeirra óx að sama skapi.
Nú er svo komið að svínin eru farin að leita yfir landamærin til norðurríkja Bandaríkjanna þar sem litið er á þau sem ólöglega innflytjendur og ógn við náttúruna.
Upprunaleg hugmynd með að æxla saman ali- og villtum svínum var að ná fram stofni sem gæfi meira af sér og þyldi betur kalt veðurfar í Kanada. Eftir verðfall á svínakjöti í landinu slepptu nokkrir bændur svínunum sínum lausum með þeim afleiðingum að þau urðu með tímanum víða til vandræða.
Svínin er á bilinu 70 til 90 kíló að þyngd, alætur og árásargjörn sé að þeim veist. Auk þess sem þau eru harðgerð og úrræðagóð þegar kemur að því að leynast og því erfitt að fækka þeim þar sem þau hafa á annað borð komið sér fyrir.