Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kínverjar reisa risabú í svínarækt
Fréttir 19. júní 2015

Kínverjar reisa risabú í svínarækt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fulltrúar alþjóðlega fyrirtækisins Alltech undirrituðu þann 21. maí viljayfirlýsingu (memor­andum of understanding) við fulltrúa kínverska landbúnaðar­þróunarfyrirtækisins Jiangsu Guo Ming um samvinnu við að koma á fót nýju risastóru svínabúi í Kína.

Í fréttatilkynningu Alltech segir að til að byrja með sé ráðgert að í svínabúinu verði 5.000 gyltur. Í öðrum áfanga er ráðgert að stækka búið enn frekar og vera þar einnig með sláturhús. Markmiðið er einnig að búið verði laust við notkun fúkkalyfja sem nú tröllríða kjötframleiðslu víða um heim. Einnig að búið verði umhverfisvænna en þekkist víða í risabúum í svínarækt og að það verði eins tæknilega fullkomið og hagkvæmt og mögulegt er.

Samstarf sex fyrirtækja

Að þróun þessa verkefnis Jiangsu Guo Ming Agricultural Development Company hafa komið fimm önnur fyrirtæki. Alltech mun leggja til lausnir er varða næringu svínanna, Big Dutchman og Betco munu sjá um hönnun, byggingar og tækjabúnað, PIC mun sjá um erfðafræðihlutann og Pipestone mun bjóða fram stjórnunarteymi.

Ætlað að verða fyrirmynd

Í frétt um málið segir að svínaræktin í Kína sé nú óðum að hverfa frá litlum og dreifðum smábúum yfir í samsteypur og risabú. Sagt er að mikil tækifæri séu í aukinni svínarækt í Kína.  Þá er greint frá því að Jiangsu Guo Ming-búið stefni að því að vera eins vistvænt og sjálfbært og mögulegt er og með háan gæðastaðal hvað varðar dýravelferð. Einnig er gert ráð fyrir að öll vinnslan verði rekjanleg allt frá fóðri dýranna til lokaframleiðslu. Reiknað er með að þetta bú geti orðið fyrirmynd að endurnýjun í landbúnaði í Kína.

Skylt efni: Svínarækt | Kína

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...