Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar.
Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar.
Mynd / Stjörnugrís
Fréttir 24. október 2016

Útigöngusvín á Kjalarnesinu

Höfundur: smh
Ýmsir glöggir vegfarendur, sem leið hafa átt um Kjalarnesið í sumar, hafa rekið augun í útigangandi brún svín undir Esjunni þar sem Stjörnugrís er með höfuðstöðvar sínar í Saltvík; kjötvinnslu og sláturhús.
 
„Við vorum með tilraunaverkefni hérna fram til loka september,“ segir Geir Gunnar Geirsson framkvæmdastjóri þegar hann er spurður fregna af svínunum sem gengu úti við þjóðveginn í sumar. „Þetta gekk vel og nú eru hugmyndir um að auka þetta nokkuð á næsta ári,“ bætir hann við.
 
Útisvín yfir sumartímann
 
Stjörnugrís rekur tvö gyltubú á Kjalarnesi, blandað bú með gyltum og sláturgrísum í Grímsnesi, gyltubú á Skeiðum, auk þess að vera með bú á Melum í Hvalfjarðarsveit þar sem eingöngu eru sláturgrísir. Kjötvinnslan í Saltvík er nýleg, var tekin í notkun í mars á síðasta ári, og þar er eingöngu unnið íslenskt kjöt frá Stjörnugrís. 
 
„Þetta var skemmtileg tilraun. Hugmyndin er að bjóða kaupendum upp á þennan valkost í okkar framleiðslu sem reyndar verður aðeins stunduð yfir sumarmánuðina,“ segir Geir, en öllu kjöti af þessum útisvínum hefur verið lofað. 
 
Um svínategundina Duroc er að ræða og er ætlunin að nota þau sem útisvín á næsta ári – og blendinga af þeim. 
 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...