Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar.
Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar.
Mynd / Stjörnugrís
Fréttir 24. október 2016

Útigöngusvín á Kjalarnesinu

Höfundur: smh
Ýmsir glöggir vegfarendur, sem leið hafa átt um Kjalarnesið í sumar, hafa rekið augun í útigangandi brún svín undir Esjunni þar sem Stjörnugrís er með höfuðstöðvar sínar í Saltvík; kjötvinnslu og sláturhús.
 
„Við vorum með tilraunaverkefni hérna fram til loka september,“ segir Geir Gunnar Geirsson framkvæmdastjóri þegar hann er spurður fregna af svínunum sem gengu úti við þjóðveginn í sumar. „Þetta gekk vel og nú eru hugmyndir um að auka þetta nokkuð á næsta ári,“ bætir hann við.
 
Útisvín yfir sumartímann
 
Stjörnugrís rekur tvö gyltubú á Kjalarnesi, blandað bú með gyltum og sláturgrísum í Grímsnesi, gyltubú á Skeiðum, auk þess að vera með bú á Melum í Hvalfjarðarsveit þar sem eingöngu eru sláturgrísir. Kjötvinnslan í Saltvík er nýleg, var tekin í notkun í mars á síðasta ári, og þar er eingöngu unnið íslenskt kjöt frá Stjörnugrís. 
 
„Þetta var skemmtileg tilraun. Hugmyndin er að bjóða kaupendum upp á þennan valkost í okkar framleiðslu sem reyndar verður aðeins stunduð yfir sumarmánuðina,“ segir Geir, en öllu kjöti af þessum útisvínum hefur verið lofað. 
 
Um svínategundina Duroc er að ræða og er ætlunin að nota þau sem útisvín á næsta ári – og blendinga af þeim. 
 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...