Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar.
Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar.
Mynd / Stjörnugrís
Fréttir 24. október 2016

Útigöngusvín á Kjalarnesinu

Höfundur: smh
Ýmsir glöggir vegfarendur, sem leið hafa átt um Kjalarnesið í sumar, hafa rekið augun í útigangandi brún svín undir Esjunni þar sem Stjörnugrís er með höfuðstöðvar sínar í Saltvík; kjötvinnslu og sláturhús.
 
„Við vorum með tilraunaverkefni hérna fram til loka september,“ segir Geir Gunnar Geirsson framkvæmdastjóri þegar hann er spurður fregna af svínunum sem gengu úti við þjóðveginn í sumar. „Þetta gekk vel og nú eru hugmyndir um að auka þetta nokkuð á næsta ári,“ bætir hann við.
 
Útisvín yfir sumartímann
 
Stjörnugrís rekur tvö gyltubú á Kjalarnesi, blandað bú með gyltum og sláturgrísum í Grímsnesi, gyltubú á Skeiðum, auk þess að vera með bú á Melum í Hvalfjarðarsveit þar sem eingöngu eru sláturgrísir. Kjötvinnslan í Saltvík er nýleg, var tekin í notkun í mars á síðasta ári, og þar er eingöngu unnið íslenskt kjöt frá Stjörnugrís. 
 
„Þetta var skemmtileg tilraun. Hugmyndin er að bjóða kaupendum upp á þennan valkost í okkar framleiðslu sem reyndar verður aðeins stunduð yfir sumarmánuðina,“ segir Geir, en öllu kjöti af þessum útisvínum hefur verið lofað. 
 
Um svínategundina Duroc er að ræða og er ætlunin að nota þau sem útisvín á næsta ári – og blendinga af þeim. 
 
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...