Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Svínakjötsskandall í Danmörku
Fréttir 2. maí 2018

Svínakjötsskandall í Danmörku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega komst upp um danskan kjötsala sem hefur selt framleiðslu sína sem afurðir af  grísum sem velferðargrís þrátt fyrir að um hefðbundið grísaeldi væri að ræða.

Á skömmum tíma hefur komist upp um tvö kjötmisferli í Danmörku. Í febrúar síðastliðinn komst upp að kjötsalinn Genz Kød hafi selt mikið magn af suður-amerísku nautakjöti sem innlenda framleiðslu.

Nú hefur komið í ljós að sami kjötsali hefur verið að selja veitingahúsum í Kaupmannahöfn mörg tonn af grísakjöti sem kjöt af svokölluðum velferðargrísum, þrátt fyrir að um hefðbundið eldi hafi verið að ræða.

Velferðargrís eru þeir grísir sem sagðir eru njóta betri umönnunar en grís í hefðbundnu eldi og margir eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir í nafni dýravelferðar.

Matvælaeftirlit Danmerkur hefur farið fram á að Genz Kød viðurkenni svindlið og að málið verði rannsakað sem sakamál.

Skylt efni: Danmörk | svínakjöt

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...