Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ólga er meðal rússneskra svínabænda vegna pestarinnar.
Ólga er meðal rússneskra svínabænda vegna pestarinnar.
Mynd / Kimberly Lake
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. Nærri 6.000 svínum var fargað í kjölfarið.

Nærri 80 tilfelli hafa greinst af afrísku svínaflensunni í Rússlandi það sem af er ári. Flest tilfellin voru í villtum gripum og hjá smábændum. Í lok sumars greindist svínaflensa á svínabúinu Shuvalovo í Kostroma héraði í Rússlandi. Það er fyrsta tilfellið sem greinist á svínabúi á iðnaðarskala og hafa minnst þrjú bú þurft að skera niður af þeim sökum. Pig Progress greinir frá.

Þrátt fyrir að verksmiðjubú sem þessi séu betur varin en smábú og villtir gripir, þá er svínaflensan sérstaklega skæð í lok sumars og byrjun hausts og erfitt að verjast henni. Shuvalovo svínabúið er það stærsta í héraðinu með 75.000 sláturgripi á ári hverju.

Þrátt fyrir að framleiðsla og vinnsla hafi verið stöðvuð á búinu verða áhrifin á rússneska svínakjötsmarkaðinn óveruleg vegna viðvarandi offramboðs.

Yuri Kovalev, formaður Sambands rússneskra svínakjötsframleiðenda, segir ólgu innan sinna raða vegna ágangs afrískrar svínaflensu, en tekur jafnframt fram að þeir séu með stjórn á ástandinu sem stendur.

Skylt efni: svínaflensa

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...