Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eyjólfur Pétur Pálmason, forstjóri Vélfangs.
Eyjólfur Pétur Pálmason, forstjóri Vélfangs.
Mynd / TB
Fréttir 23. nóvember 2020

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eyjólfur Pétur Pálmason forstjóri Vélfangs segir að þrátt fyrir COVID19 faraldursins þurfi bændur að vinna sín verk til að halda framleiðslu landbúnaðarafurða gangandi. Það þýði um leiða að birgjar sem útvegi bændum dráttarvélar, heyvinnslutæki og annan búnað þurfi líka að standa sig í að sinna allri þjónustu í kringum það. 

„Við höfum nokkuð getað haldið okkar striki varðandi tækjasölu og þjónustu við landbúnaðinn, en það hefur verið aðeins minna að gera í þjónustu við verktakabransann. Þrátt fyrir allt sýnist mér að þetta verði metár í sölu á jarð og heyvinnutækjum,“ segir Eyjólfur.

Hann segir að fréttir af öllum þessum lokunum á ýmsum sviðum hafi þó auðvitað valdið því að einhverjir hafi þurft að draga úr sinni starfsemi. Eigi að síður sé útkoman í heildina ákveðin varnarsigur. 

„Það hefur aðeins dregið úr bjartsýninni og þá bíða menn það af sér. Annars er það helst íslenska krónan sem hefur svolítið verið að stríða okkur og öll innkaup verða dýrari. Bændur geta þó ekki beðið endalaust og það þarf alltaf að endurnýja búnað.“

Vélfang fjárfesti í nýju húsnæði á Óseyrinni á Akureyri fyrr á þessu ári. 

Með JCB, CLAAS, Fendt, Kuhn, Schäffer og Kverneland 

Vélfang er sölu og þjónustuaðili á vélum fyrir verktaka, bændur, sveitarfélög, sjávarútveg, fyrirtæki  og stofnanir. Helstu vörumerki Vélfangs eru JCB, CLAAS, Fendt, Kuhn, Schäffer og Kverneland. Komu Schäffer liðléttingarnir til þeirra fyrr á þessu ári. Vélfang rekur síðan starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri. 

„Við erum líka stórir í sölu á haugsugum, skítadreifurum, haughrærum og öllu sem því fylgir. Snemma tókum við þó þann pól í hæðina að skilgreina okkur sem sölu og þjónustuaðila í vélum og tækjum fyrir landbúnað og verktaka. Hins vegar höfum við ekki farið út í að selja rekstrarvörur fyrir landbúnaðinn, eins og rúlluplast, net, áburð, rafmagnsgirðingar og fleira.“

Fjárfestu í nýju húsnæði á Akureyri

„Þá sýndum við okkar skuldbindingu við þennan markað með mjög stórri fjárfestingu í nýju húsnæði á Óseyrinni á Akureyri fyrr á þessu ári. Þangað fluttum við alla okkar starfsemi fyrir norðan. Þar rekum við tækjasölu og verkstæði með 56 starfsmönnum. Við teljum að þetta sé rétta leiðin til að bæta þjónustuna og auka sýnileika okkar á þessu svæði. Þannig rekum við öfluga þjónustu sjálfir á tveim stöðum á landinu. Svo nýtum við okkur verkstæði heimamanna á öðrum stöðum og viljum treysta það samstarf þannig að heimamenn á hverjum stað geti þjónustað okkar vélar. Það er mun hagkvæmara, bæði fyrir okkur og viðskiptavinina, en að senda þjónustubíla frá Reykjavík eða Akureyri um langan veg í aðra landshluta,“ segir Eyjólfur.  

Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo árið 2020

Nú í október sl. hlaut Vélfang ehf. viðurkenningu frá Creditinfo sjötta árið í röð fyrir að vera eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum árið 2020. Aðeins um 2% skráðra íslenskra fyrirtækja uppfylla kröfurnar og komast á listann. „Það er okkur í Vélfangi því mikill heiður að ná inn á þennan lista sjötta árið í röð en listinn er öflugur mælikvarði á styrk og stöðugleika fyrirtækjanna sem ná inn á listann.“ Til að ná inn á listann þarf að uppfylla fjölmörg skilyrði en þau eru: 

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK fyrir rekstrarárin 2017–2019
  • Hefur skilað nýjasta ársreikningi á réttum tíma
  • Er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2017–2019
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2017–2019
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2017–2019
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 m.kr. rekstrarárin 2017–2019
  • Eignir voru a.m.k. 100 m.kr. rekstrarárin 2017–2019

Þennan góða árangur 6 ár í röð þakka stjórnendur Vélfangs frábæru og traustu starfsfólki fyrirtækisins ásamt traustum hópi viðskiptavina. Þá hafa margir af viðskiptavinum Vélfangs, bæði bændur, verktakar og sjávarútvegsfyrirtæki líka staðið sig vel í sínum rekstri og fjölmargir þeirra hlutu viðurkenningu í ár. 

Skylt efni: Vélfang

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.