Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mótmælendur kolavinnslu reyna að stöðva vinnslu orkurisans RWE á brúnkolum í Hambach-námunni í vesturhluta Þýskalands.
Mótmælendur kolavinnslu reyna að stöðva vinnslu orkurisans RWE á brúnkolum í Hambach-námunni í vesturhluta Þýskalands.
Mynd / Ende Gelände
Fréttir 30. maí 2022

Þýski orkurisinn RWE má áfram ryðja skóga og eyða byggð til að vinna brúnkol

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Undanfarin ár hafa umhverfis­verndar­sinnar og bændur barist hart gegn framgöngu orkurisans RWE sem hefur verið að þenja út 44 ferkílómetra Hambach brún­­kolanámu sína í Norður-Rín-Westphallia í vesturhluta Þýskalands.

Aðgerðarsinnar, landeigendur og bændur hafa mótmælt því harðlega að fyrirtækið kæmist upp með að eyða stórum evrópskum fornskógarsvæðum til að moka upp brúnkolum sem standa undir um fjórðungi af raforkuframleiðslu Þýskalands.

Sú raforkuframleiðsla orsakar um 40% af kolefnisútblæstri Þýskalands.

Höfðað var mál gegn fyrirtækinu, en dómstóll í Aachen komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki að brjóta umhverfisverndarlög með framkomu sinni.

Orkurisinn vann í áfrýjunarmáli landeigenda og bænda

Bóndi og tveir leigjendur áfrýjuðu þeim dómi og var málið tekið fyrir hjá dómstól í borginni Münster. Fyrri dómsúrskurður í Aaachen hafði gert RWE kleift að ryðja skógi, rífa byggingar og grafa upp land við jaðar eignar sinna og eyðileggja í raun þorpið Lützerath. Allt kom fyrir ekki og og eftir úrskurð dómstólsins í Münster, sem kveðinn var upp mánudaginn 28. mars síðastliðinn, getur fyrirtækið haldið áfram sinni starfsemi, eins í Nambach-námunni, eins og ekkert hafi í skorist.

Þetta vekur ekki síst athygli fyrir þær sakir að Evrópusambandið, þar sem Þjóðverjar eru öflugasta aðildarþjóðin, hefur sett háleit markmið í loftslagsmálum og gert mjög harðar kröfur á sín aðildarríki og önnur um að draga úr losun koltvísýrings. Íslendingar hafa fylgt mjög hart eftir þeim áskorunum en öll sú barátta hljómar harla innantóm í ljósi afstöðu þýskra dómstóla til nýtingar og brennslu á kolum.

Kaldhæðnin í þessu öllu er svo að á heimasíðu orkurisans RWE, sem á yfir 120 ára sögu, er sagt að fyrirtækið berjist fyrir því að vera kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Í því augnamiði segist fyrirtækið verða búið að fjárfesta um 5 milljarða evra í endurnýjanlegum orkulausnum á þessu ári.

Risafyrirtæki í orkumálum á heimsvísu

RWE AG var stofnað 25. apríl árið 1898 og er með höfuðstöðvar í Essen í Þýskalandi, en er með starfsemi í sjö löndum fyrir utan Þýskaland og nærri 20.000 starfsmenn. Þetta fyrirtæki er næststærsta fyrirtæki heims í rekstri vindorkugarða á hafi úti. Þá er það þriðja stærsta fyrirtæki Evrópu í framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Í tímaritinu Forbes var RWE Group sagt vera númer 29 í röðinni yfir stærstu almenningshlutafélög í heimi. Fyrirtækið velti rúmlega 13 milljörðum evra á árinu 2019 og skráðar eignir þess voru þá nær 40 milljarðar evra.

„Við munum verja Lützerath“

„Við munum verja Lützerath“ segja samtökin Ende Gelände, sem berjast gegn kolanotkun og skógar­eyðingu. Þau tilkynntu strax eftir dóminn að þeir hygðust mótmæla eyðileggingunni og sögðu:

„Ef dómstólar banna ekki RWE að halda áfram að vinna kol úr jörðu, þá gerum við það sjálf. – Lützerath verður að fá að vera til áfram. Sá sem grefur upp Lützerath flýtir fyrir loftslagskreppunni og spilar alla framtíð okkar í burtu. – Við munum verja Lützerath. – Við erum mörg og við munum ekki hvíla okkur fyrr en síðasta kolagrafan hefur verið stöðvuð.“

Segja stjórnmálamenn nýta sér stríðið í Úkraínu til að halda áfram kolavinnslu

Hópurinn sakaði enn fremur orku­fyrirtæki og stjórnmálaleiðtoga um að notfæra sér stríðið í Úkraínu sem afsökun fyrir því að halda áfram kolavinnslu. Evrópusambandið stendur nú frammi fyrir orkukreppu og aðildarríkin reyna að venja sig af rússnesku gasi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Hópurinn hafði áður komið í veg fyrir eyðileggingu Hambach-skógarins í nágrenninu í svipuðum tilgangi með því að yfirtaka svæðið og setja upp búðir í trjáhúsum í marga mánuði. Aðgerðarsinnar Ende Gelände hafa þegar mótmælt með því að setjast að í yfirgefnum húsum í Lützerath, sem var nánast búið að rífa til grunna síðasta haust.

Þorpið hefur lengi virkað sem eins konar neisti sem kveikti bálið í átökum milli orkufyrirtækisins og umhverfisverndarsinna. Orkurisinn RWE hafði hægt og rólega verið að ná yfirráðum yfir þorpinu með því að koma þar fyrir nýjum íbúum síðan 2006.

Byggt á fréttum es/rt – dpa og AFP

Skylt efni: kolaorkuver | RWE | kolavinnsla | brúnkol

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...