Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tillögur stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt
Mynd / BBL
Fréttir 4. september 2017

Tillögur stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið birti í morgun tillögur stjórnvalda vegna þeirra erfiðleika sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir. Meginmarkmið þeirra er að draga úr framleiðslu um 20 prósent og mæta kjaraskerðingu bænda með sérstökum greiðslum. Þá verður stutt við sauðfjárbúskap á jaðarsvæðum og úttekt gerð á birgðum sauðfjárafurða og afurðastöðvakerfinu.

Til að fækka fé um 20 prósent verður bændum gefinn kostur á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda 90 prósent greiðslum samkvæmt gildandi sauðfjársamningi í fimm ár, eða frá 2018 til 2022.

„Greiðslur til hvers bónda miðist við greiðslumark, innlegg, fjárfjölda og aðrar forsendur fyrir greiðslum, eins og þær voru á viðkomandi búi að meðaltali árin 2016 og 2017. Val verði um það hvort framleiðandi fái greiðsluna greidda í eingreiðslu (núvirt) eða með jöfnun greiðslum á 5 ára tímabili. Þá eiga þeir kost á greiðslu sláturálags sem taka ákvörðun um fækkun að lágmarki um 50 kindur haustið 2017. Þeir sem ákveða að nýta sér þessi úrræði geri um það samninga. Matvælastofnun verði falið að annast gerð þeirra.

Þeir sem kjósa að hætta á árinu 2018 geta gert samskonar samninga en eiga þá kost á 70% greiðslum skv. framangreindu í þrjú ár, 2019-2021. Skal sú ákvörðun liggja fyrir eigi síðar en 1. júlí 2018. Greitt verði 4.000 kr. sláturálag á ær sem koma til slátrunar haustið 2017 á grundvelli ofangreindra samninga, sem yrði fjármagnað með framlagi ríkisins á fjáraukalögum 2017. Gert er ráð fyrir að verja 250 m.kr. til þessa verkefnis. Ekki verður greitt sláturálag eftir sláturtíð 2017. Styrkur verði greiddur að hámarki fyrir 62.500 ær. Verði óskað eftir sláturálagi á fleiri ær gildi reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Þó skuli þeir njóta forgangs sem taka ákvörðun um að hætta sauðfjárbúskap alfarið. Jafnframt verði ásetningshlutfall lækkað í 0,6. Þeir framleiðendur sem gera samninga um að hætta á grundvelli ofangreinds skuldbinda sig til að taka ekki upp sauðfjárframleiðslu að nýju á gildistíma núverandi sauðfjársamnings. Þeir sem gera samninga um fækkun skuldbinda sig til að auka ekki framleiðslu sína á gildistíma núverandi sauðfjársamnings. Kvöðin verði bundin við framleiðanda og tengda aðila,“ segir í tillögunum.

Úrræði til að draga úr kjaraskerðingu

Sérstakar greiðslur verða í boði til þeirra sem halda áfram sauðfjárbúskap og er ætlað að draga úr kjaraskerðingu. „Bændur eigi kost á greiðslum sem miðist við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt skráningu Matvælastofnunar haustið 2016. Skilyrði fyrir þessum greiðslum verði m.a. að viðkomandi bóndi búi á lögbýli og hafi fleiri en 150 vetrarfóðraðar kindur Þetta yrði einskiptisaðgerð og hugsuð til að bæta að hluta kjaraskerðingu þeirra sem halda áfram sauðfjárframleiðslu. Til þessa verkefnis verði varið 250 m.kr. með sérstöku framlagi ríkisins. Svæðisbundinn stuðningur. Samkvæmt gildandi samningi er 99 m.kr. varið í svæðisbundinn stuðning á árinu 2017 en sú fjárhæð hækkar í 145 m.kr. á næsta ári. Þessar greiðslur koma fyrst og fremst þeim bændum til góða sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan búsins vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Til þessa verkefnis verði varið 150 m.kr. kr. til viðbótar því fé sem áskilið er í samningnum,“ segir í tillögunum.

Önnur úrræði

Til að aftengja framleiðsluhvatann sem felst í núverandi kerfi vilja stjórnvöld, miðað við núverandi ástand, frysta gæðastýringagreiðslur til tveggja ára frá næsta ári. Til að bregðast við skuldavanda bænda vilja stjórnvöld að Byggðastofnun kanni þörf á endurfjármögnun eða lengingu lána, sérstaklega hjá ungum skuldsettum sauðfjárbændum. Stofnuninni verði falið að meta stöðuna, gera tillögur að aðgerðum og kostnaðarmeta þær.

Varðandi hagræðingu í sauðfjárslátrun leggja stjórnvöld til að úttekt verði gerð á afurðastöðvakerfinu. Það verði síðan grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Markmið þeirrar vinnu væri að leita leiða til að lækka sláturkostnað, auka hagræðingu í greininni og skoða hvernig hægt er að koma á beinna sambandi milli bænda og neytenda. Niðurstöðurnar verði meðal annars nýttar við endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar.

Varðandi birgðavandann vilja stjórnvöld beita sér fyrir því að úttekt fari fram á birgðum sauðfjárafurða svo sem um samsetningu þeirra, líklegt verðmæti og eignarhald. Slík úttekt yrði gerð í því skyni að fá fyllri upplýsingar um stöðuna á kjötmarkaði og meta líklegan árangur af þeim aðgerðum sem ríkið og sauðfjárbændur hafa og munu sammælast um. Niðurstaða slíkrar athugunar myndi þó ekki sjálfkrafa leiða til inngripa á markaðinn. Það er sameiginlegur skilningur að æskilegt sé að ná jafnvægi á markaði til langs tíma.

Aðrar áherslur til frekari útfærslu má finna neðst í tillögum stjórnvalda:

Tillögur stjórnvalda

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...