Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tré fá bréf og tölvupóst
Fréttir 5. febrúar 2015

Tré fá bréf og tölvupóst

Höfundur: Vilmundur Hansen

Borgaryfirvöld  í Sydney í Ástralíu hafa auðkennt um 700 þúsund tré í borginni með númeri og gefa íbúum borgarinnar og öðrum færi á að senda trjánum bréf eða tölvupóst og fá svar „frá“ trénu.

Í bréfum og tölvupósti er hægt að forvitnast um hagi trjánna og hvernig þeim líður. Hver sé afstaða þeirra til pólitískra ádeilumála, aðhyllast þau ákveðna heimspekistefnu og hvernig á að vinna sig út úr flóknum fjölskyldumálum.

Útbúið hefur verið kort sem sýnir hvar trén er að finna í borginni þannig að fólk getur valið að tala við tré í sínu nágreni eða ef það vill fremur kynnast tré í öðrum bæjarhluta.

Auðkenning trjánna hefur einnig gert fólki mögulegt að koma á framfæri við borgaryfirvöld ef eitthvað bjátar á hjá trjánum til dæmis ef stórar greinar brotna, unnin eru á þeim skemmdarverk eða á þau herja plágur.

Ekki svo galin hugmynd sem borgaryfirvöld í Reykjavík ættu að skoða. Peningum er eitt í meiri vitleysu en að stofna embætti umboðsmanns trjáa.

Skylt efni: tré | tölvupóstur | Ástralía

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...