Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tré fá bréf og tölvupóst
Fréttir 5. febrúar 2015

Tré fá bréf og tölvupóst

Höfundur: Vilmundur Hansen

Borgaryfirvöld  í Sydney í Ástralíu hafa auðkennt um 700 þúsund tré í borginni með númeri og gefa íbúum borgarinnar og öðrum færi á að senda trjánum bréf eða tölvupóst og fá svar „frá“ trénu.

Í bréfum og tölvupósti er hægt að forvitnast um hagi trjánna og hvernig þeim líður. Hver sé afstaða þeirra til pólitískra ádeilumála, aðhyllast þau ákveðna heimspekistefnu og hvernig á að vinna sig út úr flóknum fjölskyldumálum.

Útbúið hefur verið kort sem sýnir hvar trén er að finna í borginni þannig að fólk getur valið að tala við tré í sínu nágreni eða ef það vill fremur kynnast tré í öðrum bæjarhluta.

Auðkenning trjánna hefur einnig gert fólki mögulegt að koma á framfæri við borgaryfirvöld ef eitthvað bjátar á hjá trjánum til dæmis ef stórar greinar brotna, unnin eru á þeim skemmdarverk eða á þau herja plágur.

Ekki svo galin hugmynd sem borgaryfirvöld í Reykjavík ættu að skoða. Peningum er eitt í meiri vitleysu en að stofna embætti umboðsmanns trjáa.

Skylt efni: tré | tölvupóstur | Ástralía

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...