Síberíuþinur (Abies sibirica)
Ein fallegasta barrviðartegundin sem vaxið getur á Íslandi er upprunnin í barrskógabelti Síberíu austan árinnar Volgu.
Ein fallegasta barrviðartegundin sem vaxið getur á Íslandi er upprunnin í barrskógabelti Síberíu austan árinnar Volgu.
Án trjáplantna væri heimurinn heldur snauður, ekki bara af fegurð heldur einnig loftgæðum, blaðsíðum bóka og almennilegri mold. Nú hefur komið fram á vefsíðu New Scientist að mögulega séu til í heiminum rúmlega 9.000 fleiri trjátegundir í heiminum ten áður var haldið.
Timburverslanir selja timbur sem metið hefur verið eftir gæðum og eiginleikum. Flokkunin hefst í skóginum. Eftir að vandað hefur verið til verka við ræktun trjánna í skóginum er komið að skógarhöggi.
Framkvæmdir við byggingu hótels á lóðunum við Laugaveg 34A og 36 og Grettisgötu 17 er í fullum gangi. Illa hefur tekist til við verndun eins elsta trés í Reykjavík sem stendur á Grettisgötulóðinni.
Rannsóknum á plöntum hefur fleygt fram undanfarin ár. Ýmislegt bendir til að tré deili upplýsingum sín á milli með hjálp sveppróta í jarðvegi og að þau hafi minni.
Fyrir skömmu var tekið í notkun í Björgvin í Noregi hæsta timburhús sem reist hefur verið í heiminum fram til þessa. Húsið er fjórtán hæðir, grind úr límtré sem tilbúnum einingum er raðað inn í.
Að mati vísindamanna við Yale-háskóla eru um það bil þrjár trilljónir trjáplantna á jörðinni. Talan er talsvert hæri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir eða um 400 billjón tré.
Borgaryfirvöld í Sydney í Ástralíu hafa auðkennt um 700 þúsund tré í borginni með númeri og gefa íbúum borgarinnar og öðrum færi á að senda trjánum bréf eða tölvupóst og fá svar „frá“ trénu.
Undirritaður hefur verið samningur milli Skógræktar ríkisins, Garðyrkjufélags Íslands og Skógræktarfélags Íslands um frærækt og viðhaldskynbætur á birkiyrkinu 'Emblu'.