Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skógrækt ríkisins fóstrar 'Emblu'
Fréttir 5. febrúar 2015

Skógrækt ríkisins fóstrar 'Emblu'

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undirritaður hefur verið samningur milli Skógræktar ríkisins, Garðyrkjufélags Íslands og Skógræktarfélags Íslands um frærækt og viðhaldskynbætur á birkiyrkinu 'Emblu'.

Í frétt á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að samningurinn tryggir að áfram verði unnið að kynbótum á íslensku birki og eykur möguleika trjáræktenda á að fá til ræktunar úrvalsbirki sem er bæði harðgert, beinvaxið og hraðvaxta. Skógrækt ríkisins sér um frærækt hins kynbætta birkis og miðlun fræsins til ræktenda.


Í samningstextanum kemur fram að birkikynbætur  hafi hafist með formlegum hætti innan samstarfshóps sem kenndi sig við Gróðurbótafélagið snemma árs 1987. Í Gróðurbót komu saman fulltrúar Skógræktar ríkisins, Skógræktarfélags Íslands, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Garðyrkjufélags Íslands, Garðyrkjuskóla ríkisins og Gróðrarstöðvarinnar Markar auk áhugamanna um bætt erfðaefni til garðyrkju og skógræktar í landinu. Árangur þessa starfs sé yrkið Embla sem hefur í samanburðartilraunum reynst jafnbesta yrkið sem völ er á til ræktunar á innlendu birki í landinu.

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hefur frá upphafi stýrt verkefninu sem hefur orðið hvatning til margvíslegra annarra verkefna sem lúta að erfðafræði íslenska birkisins. Í ljósi þeirrar þekkingar sem fékkst í framkvæmd þessa verkefnis var ákveðið árið 2009 að taka annan snúning á kynbótum birkisins að mestu innan erfðamengis Emblu, með nokkrum viðbótum. Hluti verkefnisins var einnig að tryggja framtíðarskipulag um frærækt og áframhaldandi bötun yrkisins með formlegum hætti. Í því augnamiði var ákveðið að Skógræktarfélag Íslands og Garðyrkjufélag Íslands yrðu rétthafar yrkisins og bæru formlega ábyrgð á því en Þorsteinn ynni áfram að kynbótunum í umboði þessara félagssamtaka.

Garðyrkjufélag Íslands, Skógræktarfélag Íslands, Landgræðslusjóður, Framleiðnisjóður og Reykjavíkurborg hafa stutt verkefnið með fjárframlögum. Miklu munar um þátttöku Gróðrarstöðvarinnar Markar sem hefur veitt verkefninu mikinn stuðning og aðstöðu frá upphafi. Skógrækt ríkisins lagði til aðstöðu á Mógilsá. Þá hefur Skógrækt ríkisins einnig lagt verkefninu til mikilvæga fræræktaraðstöðu frá vordögum 2013 í gróðurhúsi á Tumastöðum í Fljótshlíð og vinnu við alla umönnun trjánna í fræræktinni. Öll vinna Þorsteins og annarra aðstandenda verkefnisins hefur verið framlag þeirra.

Skógrækt ríkisins vinnur nú að því að endurskipuleggja þá þjónustu við trjárækt í landinu sem felst í að útvega fræ af heppilegu erfðaefni. Í útboðsgögnum vegna skógræktar er í vaxandi mæli óskað eftir Emblu og því þarf augljóslega að efla frærækt af yrkinu. Í ljósi þessa var umræddur samningur gerður og hljóðar hann svo: Skógrækt ríkisins tekur við ræktun og viðhaldskynbótum á Emblu svo og miðlun á fræi samkvæmt því skipulagi sem komið hefur verið upp á Vöglum.

Þorsteinn Tómasson mun í umboði Garðyrkjufélags Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktar ríkisins stýra fræræktinni á Tumastöðum til loka árs 2016 og mun Skógrækt ríkisins styðja aðkomu hans með greiðslu á akstri til og frá Reykjavík allt að 10 ferðum á ári samkvæmt reikningi.

 Skógrækt ríkisins mun tilnefna starfsmann sem mun taka við faglegri ábyrgð á viðhaldskynbótum og frærækt Embluyrkisins af Þorsteini eftir árslok 2016. Hann mun þá annast samskipti við Skógræktarfélag Íslands og Garðyrkjufélag Íslands varðandi framgang verkefnisins. Skal umsjónarmaður verkefnisins skila árlegri greinargerð um framkvæmdir við verkefnið, sem og fræuppskeru og sölutölum. Skulu niðurstöður kynntar á árlegum fundi um framgang Embluverkefnisins með þeim aðilum sem standa að samningi þessum.
Komi til uppsagnar á þessum samningi skal það gerast með árs fyrirvara.


Birki í brennidepli þessa dagana
Óhætt er að segja að íslenska birkið hafi komist í sviðsljósið nú í byrjun febrúarmánaðar því nýbúið er að kynna fyrstu niðurstöður nýrrar kortlagningar á náttúrulegum birkiskógum og birkikjarri landsins. Jafnvel þótt birki sé ekki afkastamikil tegund til timburskógræktar er hún dugleg landgræðsluplanta og tekur ung að sá sér út.

Með því að rækta úrvalsbirki aukast líkurnar á því að upp vaxi hávaxnara og beinvaxnara birki en algengast er að sjá í íslenskri náttúru. Það verða bæði fallegri og nytsamlegri skógar en kræklótta birkikjarrið og meiri möguleikar á að skógurinn gefi af sér tekjur sem máli skipta. Jafnframt er kynbætt birki fagnaðarefni fyrir garðrækt í landinu

Skylt efni: Skógrækt | Birki | tré

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...