Þrjár trilljónir trjáa
Að mati vísindamanna við Yale-háskóla eru um það bil þrjár trilljónir trjáplantna á jörðinni. Talan er talsvert hæri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir eða um 400 billjón tré.
Nákvæmt gerir talningin ráð fyrir að tré á jörðinni séu 3.040.000.000.000 að tölu.
Matið er gert út frá loftmyndum og samanburði á talningu á trjám í skógum á jörðu niðri.
Miðað við töluna þrjár trilljónir eru um 420 tré fyrir hvert mannsbarn á jörðinni.
Aðstandendur áætlunarinnar vona að upplýsingarnar komi til með að nýtast við margs konar rannsóknir, meðal annars í tengslum við áætlunargerð vegna landnýtingar, líffræðilegrar fjölbreytni og við rannsóknir á loftslagsbreytingum.