Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki, samkvæmt því sem segir í skýrslu FAO.
Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki, samkvæmt því sem segir í skýrslu FAO.
Fréttir 3. september 2018

Tveir af hverjum þremur fiskum enda sem brottkast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt nýrri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðar­stofnunar Sameinuðu þjóðanna, lendir einn af hverjum þremur fiskum sem veiddur er í heiminum sem fæða. Tveir af hverjum þremur fiskum sem veiddir eru enda sem brottkast eða skemmast áður en þeir eru borðaðir.

Ástæða þess að veiddur fiskur nýtist illa samkvæmt skýrslu FAO er að meðafla og undirmálsfiski sé oft hent sérstaklega við veiðar hjá stórum togurum. Önnur ástæða er vanþekking á geymsluaðferðum eða skortur á kælibúnaði.

Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki samkvæmt því sem segir í skýrslunni, The state of Worlds Fisheries and Aquaculture. Munar þar mestu um aukið fiskeldi í Kína þaðan sem helmingur af eldisfiski á heimsmarkaði kemur í dag. FAO gerir ráð fyrir að fiskeldi í sjó á heimsmælikvarða eigi eftir að aukast um 30% til ársins 2030.

Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að afli heimsveiði úr sjó hafi nánast staðið í stað frá 1980 sé þriðji hver nytjastofn ofnýttur og að fjöldi nytjastofna sem flokkast sem ofnýttur sé alltaf að aukast. 

Skylt efni: sjávarnytjar | FAO

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...