Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri hjá Norðlenska.
Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri hjá Norðlenska.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. september 2020

Um helmingur starfsfólks í sláturtíð hjá Norðlenska kemur frá útlöndum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er erfitt að skjóta á eina tölu varðandi kostnað en ljóst að hann er umtalsverður og einnig er óhagræði mikið. Þó ekkert í líkingu við það sem yrði ef upp kæmi hópsmit hjá okkur,“ segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri hjá Norðlenska, en upphaf sláturtíðar er með öðrum hætti en vant er hjá fyrirtækinu vegna aukinna sóttvarna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Norðlenska ræður um 110 starfsmenn í sauðfjársláturtíð til viðbótar við þá 50 sem starfa á starfsstöð félagsins á Húsavík árið um kring. Hlutfall starfsmanna sem kemur erlendis frá hefur undanfarin ár verið 80–85% en er í haust um 50%. „Það er þó ekki þannig að allir þeir sem eru ráðnir innanlands séu Íslendingar – margir hafa erlent ríkisfang en eru með kennitölu og hafa verið að vinna á Íslandi um einhvern tíma,“ segir Jóna.

Fóru extra varlega þetta árið

Þeir sem komu erlendis frá luku sóttkví í lok liðinnar viku. Þeir fóru í seinni COVID-skimun á Húsavík og enn sem komið er hefur enginn verið mældur jákvæður að sögn Jónu. „Við fórum extra varlega þetta árið. Skiptum hópnum upp í 4–7 manna hópa sem komu með bílaleigubílum frá Keflavík og beint í það húsnæði þar sem þau dvöldu í sóttkví. Farið var eftir leiðbeiningum yfirvalda varðandi fjarlægðartakmarkanir og smitvarnir, fólkinu var færður matur og aðrar nauðsynjavörur. Allt þetta kallaði á mikla skipulagsvinnu og gott upplýsingaflæði en sem betur fer voru margir sem hjálpuðust að og urðum við ekki vör við annað en mikinn samstarfsvilja bæði hjá starfsfólkinu okkar og öðrum sem við höfum leitað til,“ segir Jóna. Vegna þessa þurfti að seinka upphafi sláturtíðar um nokkra daga en lítils háttar forslátrun var tekin með því starfsfólki sem komið var á staðinn.

Ráðstafanir áfram í gangi

Jóna segir að um síðustu helgi hafi starfsfólk getað að lokinni sóttkví flutt sig í það húsnæði sem það mun dvelja í yfir sláturtíð. Þá mættu einnig þeir sem ráðnir voru innanlands og eru í húsnæði á vegum Norðlenska. „Sem betur fer er samfélagssmit á Íslandi lítið en við höfum að sjálfsögðu áhyggur af því að smit geti borist í hópinn innanlands. Þess vegna erum við með ýmsar ráðstafanir áfram, takmörkum gestakomur, takmörkum fjölda í rýmum og umgengni hópa sem og skiptum upp matar- og kaffitímum,“ segir Jóna.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...