Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri hjá Norðlenska.
Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri hjá Norðlenska.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. september 2020

Um helmingur starfsfólks í sláturtíð hjá Norðlenska kemur frá útlöndum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er erfitt að skjóta á eina tölu varðandi kostnað en ljóst að hann er umtalsverður og einnig er óhagræði mikið. Þó ekkert í líkingu við það sem yrði ef upp kæmi hópsmit hjá okkur,“ segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri hjá Norðlenska, en upphaf sláturtíðar er með öðrum hætti en vant er hjá fyrirtækinu vegna aukinna sóttvarna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Norðlenska ræður um 110 starfsmenn í sauðfjársláturtíð til viðbótar við þá 50 sem starfa á starfsstöð félagsins á Húsavík árið um kring. Hlutfall starfsmanna sem kemur erlendis frá hefur undanfarin ár verið 80–85% en er í haust um 50%. „Það er þó ekki þannig að allir þeir sem eru ráðnir innanlands séu Íslendingar – margir hafa erlent ríkisfang en eru með kennitölu og hafa verið að vinna á Íslandi um einhvern tíma,“ segir Jóna.

Fóru extra varlega þetta árið

Þeir sem komu erlendis frá luku sóttkví í lok liðinnar viku. Þeir fóru í seinni COVID-skimun á Húsavík og enn sem komið er hefur enginn verið mældur jákvæður að sögn Jónu. „Við fórum extra varlega þetta árið. Skiptum hópnum upp í 4–7 manna hópa sem komu með bílaleigubílum frá Keflavík og beint í það húsnæði þar sem þau dvöldu í sóttkví. Farið var eftir leiðbeiningum yfirvalda varðandi fjarlægðartakmarkanir og smitvarnir, fólkinu var færður matur og aðrar nauðsynjavörur. Allt þetta kallaði á mikla skipulagsvinnu og gott upplýsingaflæði en sem betur fer voru margir sem hjálpuðust að og urðum við ekki vör við annað en mikinn samstarfsvilja bæði hjá starfsfólkinu okkar og öðrum sem við höfum leitað til,“ segir Jóna. Vegna þessa þurfti að seinka upphafi sláturtíðar um nokkra daga en lítils háttar forslátrun var tekin með því starfsfólki sem komið var á staðinn.

Ráðstafanir áfram í gangi

Jóna segir að um síðustu helgi hafi starfsfólk getað að lokinni sóttkví flutt sig í það húsnæði sem það mun dvelja í yfir sláturtíð. Þá mættu einnig þeir sem ráðnir voru innanlands og eru í húsnæði á vegum Norðlenska. „Sem betur fer er samfélagssmit á Íslandi lítið en við höfum að sjálfsögðu áhyggur af því að smit geti borist í hópinn innanlands. Þess vegna erum við með ýmsar ráðstafanir áfram, takmörkum gestakomur, takmörkum fjölda í rýmum og umgengni hópa sem og skiptum upp matar- og kaffitímum,“ segir Jóna.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...