Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ónýtur matur gerður upptækur og fargað.
Ónýtur matur gerður upptækur og fargað.
Mynd / Aðsend
Fréttir 12. ágúst 2020

Umfangsmiklar aðgerðir gegn matvælasvindli

Höfundur: Vilmundur Hansen
Í nýafstöðnum aðgerðum Europol, Interpol og fleiri löggæslustofnana, OPSON 2020, gegn matvælasvindli í Evrópu og víðar um heim, voru meðal annars gerð upptæk 320 tonn af hættulegum mjólkurafurðum. Aðgerðirnar fóru fram 20. júní síðastliðinn og var stjórnað frá Danmörku. 
 
Aðgerðin leiddi til að upp komst um 19 skipulögð glæpasamtök sem lögðu stund á matvælasvindl eða glæpi tengda framleiðslu og sölu á matvælum. Í aðgerðunum, sem voru alls um 26 þúsund, og fóru fram í flestum löndum Evrópu á sama tíma, voru 406 handteknir og um 12 þúsund tonn af ólöglegum og hættulegum varningi tengdum matvælasvindli gerð upptæk. Verðmæti varningsins er áætlað vera 28 milljón evrur, eða rúmlega 4,4 milljarðar króna. 
 
Fóður, kaffi og apríkósufræ
 
Mest var gert upptækt af búfjárfóðri, yfir fimm þúsund tonn, og ríflega 2.000 tonn af áfengi. Í kjölfarið fylgdi matvara eins og morgunkorn, korn, kaffi og te. Á Spáni voru gerð upptæk 90 kíló af fölsuðu saffran og sjö kíló í Belgíu en saffran er dýrasta krydd á markaði í dag. Andvirði saffransins sem var gert upp á Spáni er áætlað vera tæpar 50 milljónir króna.
 
Í samræmdum aðgerðum í Bandaríkjunum voru haldlögð 147 kíló af apríkósufræjum frá Evrópu sem átti að selja sem lyf gegn krabba­meini.
 
Skemmdir ostar og E. coli smit
 
Í Búlgaríu, Ítalíu, Frakklandi, Grikklandi, Portúgal og ­í Sviss var sérstök áhersla á að skoða mjólkurframleiðslu og mjólkurafurðir. Gerð voru upptæk rúm 320 tonn af mjólkurafurðum sem hafði verið smyglað milli landa eða voru undir gæðamörkum. Til viðbótar voru gerð upptæk 210 tonn af skemmdum osti eða osti sem var ranglega merktur upprunalandi eða heiti. 
 
Nokkur sýni sem tekin voru úr osti í vöruhúsi í Búlgaríu reyndust jákvæð fyrir E. coli og þar í landi voru gerð upptæk 3,6 tonn af skemmdum osti sem stóð til að selja sem bræddan ost. 
 
88 tonn af ólífuolíu gerð upptæk
 
Gæði ólífuolíu voru meðal þess sem skoðað var í Albaníu, Króatíu, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Jórdaníu, Litháen, Spáni, Portúgal, Noregi og á Íslandi. 
 
Alls voru gerð upptæk um 149 tonn af jurtaolíu til matargerðar í Grikklandi og samanlagt 88 tonn af ólífuolíu í Albaníu, Króatíu, Frakklandi, Ítalíu, Jórdaníu, Litháen, Portúgal og Spáni en ekkert í Noregi eða á Íslandi. 
 
Við skoðun hjá einu fyrirtæki á Ítalíu sem framleiðir ólífuolíu fundust um 66 tonn af umfram ólífuolíu sem hvergi var skráð til bókar hjá framleiðandanum. Umfram olían var gerð upptæk. 
 
Áfengi
 
Í Búlgaríu, Þýskalandi, Grikklandi, Frakklandi, Ítalíu, Króatíu, Ungverja­landi, Litháen, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og á Bret­lands­eyjum var mest áhersla lögð á að skoða stöðu léttra og sterkra vína.
Alls voru gerðir upptækir 1,2 milljón lítrar af áfengi í aðgerðum lög­reglunnar og var það að mestum hluta léttvín. Í Noregi fundust fimm þúsund lítrar af vodka sem stóð til að smygla til landsins í flutningabíl. 
 
Hestavegabréf og hrossakjöt
 
Belgar, Danir, Frakkar, Ítalir, Írar, Spánar og Bretar voru þær þjóðir sem skoðuðu verslun með hrossakjöt. 
Aðgerðin fólst meðal annars í því að skoða vegabréf 157 þúsund hrossa frá átta löndum og skjöl sem varða um 117 tonn af hrossakjöti. Fjöldi lifandi hesta og um 17 tonn af hrossakjöti voru gerð upptæk í nokkrum sláturhúsum í Belgíu, Írlandi, Ítalíu, Spáni og Hollandi. 
 
Skoðun í sláturhúsum í nokkrum löndum sýndi að um 20% erlendra hestavegabréfa voru fölsuð.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...