Umfangsmiklar aðgerðir gegn matvælasvindli
Í nýafstöðnum aðgerðum Europol, Interpol og fleiri löggæslustofnana, OPSON 2020, gegn matvælasvindli í Evrópu og víðar um heim, voru meðal annars gerð upptæk 320 tonn af hættulegum mjólkurafurðum. Aðgerðirnar fóru fram 20. júní síðastliðinn og var stjórnað frá Danmörku.