Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi
Fréttir 11. október 2017

Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi

Höfundur: ehg / Bondebladet
Svínabúið SIA Baltic Pork í Lettlandi, sem er í eigu norskra aðila, hefur ratað á síður lettneskra dagblaða eftir að dýraverndunarsinni sem vann á búinu í fimm vikur á fölskum forsendum birti myndir og myndbönd frá svínaframleiðslunni. 
 
Nú hefur málið einnig ratað í norska fjölmiðla, en fyrirtækið SIA Baltic Pork er 100 prósent í eigu Norðmanna, og það sem meira er það hefur fengið hátt í 150 milljónir íslenskra í styrk frá Nýsköpunarsjóði í Noregi (Innovasjon Norge). Birtingarnar sýna fordæmalausa og átakanlega meðhöndlun á svínum. Innovasjon Norge er sjóður í eigu ríkis og sveitarfélaga og eru margir á því að það sé ekki forsvaranlegt að þeir hafi stutt reksturinn. 
 
„Við höfum séð myndina og ég viðurkenni að hún hafði áhrif á okkur. Það er aldrei hægt að réttlæta illa meðferð á dýrum og myndin sýnir aðstæður sem við verðum að fá útskýringar á. Við höfum eigin meginreglu fyrir góða viðskiptahætti sem gildir fyrir alla viðskiptavini okkar og samstarfsaðila. Þar að auki erum við mjög upptekin af því að viðskiptavinir okkar haldi sig innan ramma laga og reglna,“ segir Kristin Well-Strand hjá Innovasjon Norge. 
 
Í samtali við sjónvarpsstöðina Stöð 2 í Noregi sagði framkvæmda­stjóri IPI, sem eiga SIA Baltic Pork, Ove Henrik Mørk Eek, að fyrirtæki þeirra í Lettlandi væri rekið eftir þarlendum lögum og eftir regluverki Evrópusambandsins. 
 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...