Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Úrbætur á Vatnsnesvegi bráðnauðsynlega
Fréttir 31. október 2016

Úrbætur á Vatnsnesvegi bráðnauðsynlega

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Byggðaráð Húnaþings vestra fjallaði um bréf frá Sigurði Þór Ágústssyni, skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra, sem hann sendi til Vegagerðarinnar á fundi sínum nýverið. Í bréfinu lýsir hann þungum áhyggjum af öryggi og velferð skólabarna á leið um Vatnsnes, veg númer 711.
 
Í bókun byggðarráðs vegna bréfsins segir að brýn nauðsyn sé á því að ráðist verði án tafar í bráðnauðsynlegar úrbætur á Vatnsnesvegi og að gert verði ráð fyrir áframhaldandi varanlegum framkvæmdum, breikkun vegar og lagningu slitlags strax á árinu 2017 í samgönguáætlun áranna 2015–2018, sem nú bíður samþykktar á Alþingi.
 
Aukin umferð ferðamanna veldur álagi á malarvegi
 
Fram kemur í bókun byggðaráðs að komum ferðamanna í Húnaþing vestra hafi fjölgað mikið undanfarin ár, eða um 40% á ári. Það sé að mörgu leyti ánægjuleg þróun sem haft hafi í för með sér að störfum við ferðaþjónustu hafi fjölgað í byggðarlaginu. Það sé hins vegar áhyggjuefni að aukin umferð ferðamanna valdi miklu álagi á malarvegi í sveitarfélaginu á sama tíma og sáralitlum fjármunum sé varið til uppbyggingar og viðhalds veganna.
 
Að ystu þolmörkum
 
„Nú er staðan orðin þannig að víða er vegakerfið komið að ystu þolmörkum, sérstaklega Vatnsnesvegur, sem er mjög vinsæl ferðamannaleið. Vegurinn er langur, erfiður og víða úr sér genginn og svo slæmur að daglegur ferðatími barna með skólabíl um þennan veg hefur lengst um allt að 35 mínútur,“ segir í bókun byggðaráðs.
 
Tekið er fram í bókun ráðsins að ferðatími þeirra skólabarna sem lengst búa frá skóla sé töluvert umfram þær 120 mínútur á dag sem er viðmið samkvæmt reglum um skólaakstur. Ökuhraðinn sé á köflum ekki meiri en tíu til tuttugu kílómetrar á klukkustund enda allt að tuttugu sentímetra djúpar holur á löngum köflum á Vatnsnesvegi. 
 
Skólabörn kvarta yfir bílveiki
 
Börn hafa kvartað undan bílveiki sem beint má rekja til þess að ástand vegarins er óboðlegt. Foreldrar barna á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann nema ráðist verði í úrbætur á veginum. 
 
„Álagið af völdum ferðamanna á Vatnsnesvegi og langvarandi skortur á viðhaldi vegarins hefur því orðið þess valdandi að illmögulegt er á tíðum fyrir sveitarfélagið að uppfylla kröfur um ferðatíma skólabarna, sem auðvelt væri að uppfylla væri vegurinn í góðu ástandi. Hér er sannarlega um að ræða mál þar sem reynir á samfélagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir í ályktun byggðaráðs Húnaþings vestra.
 
Áréttar ráðið brýna nauðsyn þess að án tafar verði farið í bráðnauðsynlegar úrbætur á Vatnsnesvegi og að gert verði ráð fyrir áframhaldandi varanlegum framkvæmdum, breikkun vegar og lagningu slitlags strax á árinu 2017 í samgönguáætlun áranna 2015–2018, sem nú bíður samþykktar á Alþingi. 

Skylt efni: Vegamál

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...