Lennard Nilsson.
Lennard Nilsson.
Mynd / ál
Utan úr heimi 4. nóvember 2024

Bændur sterkari saman

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lennard Nilsson, formaður Cogeca, sem eru hagsmunasamtök evrópskra landbúnaðar- og skógarsamvinnuhreyfinga, telur að allir bændur vilji í grunninn vera umhverfisvænir, enda lifi þeir af náttúrunni.

Einhver þurfi hins vegar að fjármagna slíka breytta búskaparhætti og benti Lennard á mikilvægi samvinnuhreyfinga í því samhengi á fundi NBC í Reykjavík fyrir skemmstu. Þar sagði hann að þegar kemur að orkuskiptum í landbúnaði séu tvær augljósar leiðir fyrir samvinnuhreyfingar að fá fjármögnunina í gegn. Annars vegar geti þau leitað til stjórnvalda og óskað eftir fjárframlögum þar, eða þá að samvinnuhreyfingarnar geti sagst greiða fyrir orkuskiptin sjálf, en þá þurfi neytendur og markaðurinn að taka þátt.

Jafna efnahag bænda

Þegar harðnar á dalnum geta samvinnuhreyfingar skipt miklu máli til að jafna efnahag bænda. Lennard tekur sem dæmi að þegar verð á áburði hækkaði gífurlega eftir innrás Rússa í Úkraínu urðu þeir bændur sem keyptu áburð í gegnum samvinnuhreyfingar ekki fyrir eins miklum áhrifum. Það sé ýmist út af því að hreyfingarnar geti samið um betri verð en stakir bændur eða að þau geti leitað fleiri leiða til að afla hráefnis. Vel rekin samvinnufélög greiði hluta af hagnaði sínum til baka til bænda.

Meðlimir Cogeca koma frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Í norðanverðri og vestanverðri Evrópu eiga samvinnuhreyfingarnar það sammerkt að vera búnar að koma vel undir sig fótunum og hafa ráðandi stöðu á markaði. Í sunnanverðri Evrópu er mikill fjöldi minni samvinnuhreyfinga sem þjóna mikilvægu hlutverki í hverju samfélagi og sækja styrk sinn á markaði í gegnum stærri sambönd samvinnuhreyfinga. Í austanverðri Evrópu eiga samvinnuhreyfingar á brattann að sækja vegna arfleifðar kommúnismans og samyrkjubúskapar.

Samvinnuhreyfingar sterkar í Svíþjóð

Lennard er frá Svíþjóð og þekkir umhverfið best þar. Hann segir að langflestir mjólkurframleiðendur séu meðlimir í samvinnufélögum. Nálægt helmingi skógareigenda taki þátt í samvinnuhreyfingu og í kornrækt sé hlutfallið í kringum 70 prósent. Eins og er eru engin sláturhús rekin af samvinnuhreyfingum bænda í Svíþjóð.

Cogeca er með höfuðstöðvar í Brussel og vinnur í nánu samstarfi við Copa, sem eru samtök evrópskra bænda. Saman gæta þau hagsmuna sinna félaga þegar kemur að sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, breytingum á umhverfis- og loftslagskröfum og sjálfbærnikröfum. Cogeca einblínir sérstaklega á hagsmunagæslu sam- vinnufélaga, svo sem þegar kemur að skattlagningu, hvaða stöðu þau hafa í virðiskeðjunni og svo framvegis.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...