Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gervihnöttur hollensku geimrannsóknastofnunarinnar fann þennan metanspúandi urðunarstað í Buenos Aires sem reyndist losa tugi tonna af metani á klst. með sambærilegum umhverfisáhrifum og 1,5 milljónir bíla.
Gervihnöttur hollensku geimrannsóknastofnunarinnar fann þennan metanspúandi urðunarstað í Buenos Aires sem reyndist losa tugi tonna af metani á klst. með sambærilegum umhverfisáhrifum og 1,5 milljónir bíla.
Mynd / SRON/PhysOrg/Google
Utan úr heimi 27. nóvember 2023

Gervihnettir þefa uppi metan

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nú er verið að kortleggja urðunarsvæði heims sem losa metan, með aðstoð gervihnattamynda hollensku geimrannsóknastofnunarinnar (SRON). Global Methane Hub (GMH) í samvinnu við Google munu annast kortlagningu með hjálp gervigreindar.

Urðunarstaðir eru sem kunnugt er drjúg uppspretta metangass, einkum ef þar eru í bland við annan úrgang matvæli og fleira lífrænt sem brotnar niður.

Metanlosun í andrúmsloftið er talin veruleg orsök yfirstandandi loftslagsvár og valda um 30% af hækkun hitastigs á jörðinni frá iðnbyltingu og þannig annar stærsti orsakavaldurinn á eftir koltvísýringi. Olíu- og gasvinnsla, landbúnaður og urðunarstaðir eru sagðar helstu uppsprettur gassins. Metanlosun frá urðunarstöðum er ekki sýnileg mannsauganu.

Rauð ský hangandi yfir

Á vef fréttaþjónustu Aljazeera segir að GMH, sjálfseignarstofnun sem stuðlar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, hafi skoðað myndir sem teknar voru með gervihnöttum af urðunarstöðum víða um heim. Sjá mátti rauð ský hangandi yfir urðunarstöðum í og við borgir, í til dæmis hinum indversku Múmbaí og Nýju-Delí, hinni pakistönsku Lahore, í Buenos Aires í Argentínu, Santíago í Chile og víðar. Ekki er óalgengt að eldar geisi á urðunarstöðum á þessum svæðum vegna gasmyndunar og mikinn reyk leggur jafnan af þeim, sem og eitraðar gufur. Vísindamenn SRON settu innrauðar myndavélar á gervihnetti og birti stofnunin fyrst rannsóknir sínar og gervihnattamyndir af urðunarstöðum í vísindatímaritinu Scientific Advances árið 2020. Þar kom í ljós að losun metans á borgarstigi væri 1,4 til 2,6 sinnum meiri en áætlað hafði verið.

Hugsanlega mætti nota sömu tækni til að leita uppi merki mikillar metanlosunar af öðrum toga, svo sem úr þiðnandi sífrera.

Gífurlegt magn af rusli og lífrænum leifum er urðað um heim allan.

Kortið opnað á COP28

Opna á kortið sem vefsíðu á COP28, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður í Dúbaí dagana 30. nóvember til 12. desember nk. Þar á að gera úttekt á stöðu alþjóðlegra skuldbindinga í kjölfar Parísarsamkomulagsins, loftslagssáttmálans frá 2015. Kortið gæti hvatt til þess að metani yrði enn frekar safnað á urðunarstöðum og jafnframt að gerð yrði gangskör að því að hætta að urða lífrænan úrgang. Tæplega 150 lönd hafa undirritað Global Methane- sáttmálann og skuldbinda sig með því til að draga kerfisbundið úr losun metans um 30 prósent fyrir árið 2030. Samningurinn undirstrikar nauðsyn þess að skrá og mæla slíka losun.

Skylt efni: metangas | metanlosun

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...