Helmingur kúnna sæddur með kyngreindu sæði
Tæknin við kyngreiningu á nautasæði hefur nú verið í notkun í nærri þrjá áratugi.
Það var þó ekki fyrr en fyrir nærri 20 árum að tæknin var orðin það góð og afköstin næg að kynbótafyrirtæki víða um heim fóru að taka tæknina virkilega til sín. Nú er svo komið að flestum kúabændum um heim allan stendur til boða að kaupa kyngreint sæði, þ.e. sæða kýrnar sínar þá annaðhvort með sæði sem gefur að öllum líkindum kvígur nú þá eða naut.
Nýlegt yfirlit frá NAAB, sem eru samtök ræktenda í Bandaríkjunum, sýna að um það bil annað hvert selt sæðisstrá í landinu er nú kyngreint. Svo virðist sem bændur þar í landi hafi þann háttinn á, að minnsta kosti miðað við skráningu sæðinga, að þeir sæða betri kýrnar og kvígurnar með sæði sem gefur kvígur en virðast nota sæði sem gefur holdanaut í slakari gripina. Þannig ná þeir hámarks árangri og afköstum kúnna. Samkvæmt tölum frá 2021 þá framleiddu bandarísk kynbótafyrirtæki 69 milljónir sæðisskammta það ár og þar af fór 66% til útflutnings.