Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Zetor í John Deere-litum með sæti fyrir níu manns.
Zetor í John Deere-litum með sæti fyrir níu manns.
Mynd / ÁL
Utan úr heimi 31. október 2023

Zetor-veitingastaður

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Rétt við aðallestastöðina í miðborg Helsinki er veitingastaðurinn Zetor, sem býður upp á gamaldags mat í landsbyggðarumhverfi.

Þeir sem eru á gangi um miðborg Helsinki reka sumir augun í stórt Zetor merki utan á skrifstofubyggingu. Sé þetta skoðað nánar og gengið í port þar á bak við komast vegfarendur fljótt að því að hér eru engar aðalskrifstofur Zetor dráttarvéla í Finnlandi, heldur veitingastaður. Að utan virðist þetta vera eins og hver önnur sjoppa, en skrefið inn fyrir dyrnar dregur mann hundruð kílómetra út á land.

Á móti manni tekur vægur vottur af fjósalykt, finnsk sveitatónlist og innréttingar úr þungum bjálkum sem láta staðinn líta út fyrir að vera gömul timburhlaða – ekki grátt bakhús úr steinsteypu. Það fyrsta sem blasir við er stór plastkýr og rétt aftan við hana er grænn og gulur Zetor traktor og utan um hann er búið að smíða barborð með plássi fyrir ellefu manns. Innar eru svo tvær aðrar Zetor dráttarvélar sem er búið að fella inn í innréttingarnar. Lýsingin í loftinu er ýmist frá ljósaperum í mjaltafötum eða gamlir ljóshundar hér og þar.

Gamall Zetor sem hefur verið felldur inn í innréttinguna.

Borðið sem manni er vísað til gæti allt eins hafa verið dekkað af ömmu fyrir sunnudagskaffið – köflóttur dúkur og kerti í miðjunni. Hvergi sjást servíettur, heldur eru eldhúsrúllur á borðinu og þegar réttirnir eru bornir fram fylgja með þeim samanbrotnar arkir af sams konar rúllu. Þjónarnir eru vinalegir og sumir þeirra líta út fyrir að starfa þarna til að safna fyrir innborgun á jarðakaupaláni.

Matseðillinn er fjölbreyttur og er boðið upp á rétti úr hráefnum sem fágæt eru á Íslandi, eins og hreindýr og leipäjuusto ost, sem er framleiddur úr broddi. Þá er einnig mikið af réttum úr laxi og nautakjöti og örfáir réttir með svínakjöti og kjúkling. Þeir sem vilja hamborgara og franskar þurfa að leita annað. Undirritaður fékk sér grillaða lungamjúka nautalifur með kartöflumús í aðalrétt og var eftirrétturinn leipäjuusto ostur í karamellusósu borinn fram með múltuberjasultu.

Lungamjúk grilluð nautalifur.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu staðarins var veitingastaðurinn stofnaður í desember 1991 og er því að verða 32 ára. Starfsfólkið segir staðinn sérstaklega mikið sóttan af landsbyggðarfólki þegar það á leið í borgina, enda steinsnar frá aðalbrautastöðinni.

Skylt efni: Finnland | Helsinki | Zetor

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...