Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vekur furðu að auglýsa starf hjá RARIK ekki án staðsetningar
Fréttir 27. apríl 2021

Vekur furðu að auglýsa starf hjá RARIK ekki án staðsetningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra segir það vekja furðu að starfsstöð verkefnisstjóra stærri framkvæmda hjá RARIK sem auglýst var laus nýverið skuli vera í Reykjavík en það er skýrt tekið fram í auglýsingu um stöðuna.

Stjórnin fjallaði um málið á fundi sínum í liðinni viku og segir það hafa vakið athygli að tiltekið sé að starfsstöð þessa starfsmanns skuli vera í Reykjavík. Einkum í ljósi þess að starfsemi RARIK fer öll fram á landsbyggðinni ef frá er talin starfsemi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.

Allar framkvæmdir verða á landsbyggðinni

„Allar þær framkvæmdir sem nýr verkefnisstjóri mun hafa umsjón með verða því á landsbyggðinni. Þess vegna vekur það furðu stjórnar SSNV að föst starfsstöð í Reykjavík sé tiltekin í auglýsingunni en starfið ekki auglýst án staðsetningar. Þegar eru til staðar fjölmargar starfsstöðvar félagsins um land allt, m.a. á Blönduósi og Sauðárkróki auk ný aflagðrar starfsstöðvar á Hvammstanga,“ segir í bókum samtakanna.

Skora samtökin á stjórn RARIK að endurskoða fasta staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. „Þannig stuðlar félagið að áframhaldandi uppbyggingu starfsstöðvar sinna á landsbyggðinni, þar sem viðskiptavinir þess eru staðsettir.“

Stjórn SSNV hefur ályktað um flutning höfuðstöðvar RARIK og bent á Sauðárkrók í þeim efnum auk þess að efla starfsstöðvar víðar í fjórðungnum.

Skylt efni: Rarik

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...