Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vekur furðu að auglýsa starf hjá RARIK ekki án staðsetningar
Fréttir 27. apríl 2021

Vekur furðu að auglýsa starf hjá RARIK ekki án staðsetningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra segir það vekja furðu að starfsstöð verkefnisstjóra stærri framkvæmda hjá RARIK sem auglýst var laus nýverið skuli vera í Reykjavík en það er skýrt tekið fram í auglýsingu um stöðuna.

Stjórnin fjallaði um málið á fundi sínum í liðinni viku og segir það hafa vakið athygli að tiltekið sé að starfsstöð þessa starfsmanns skuli vera í Reykjavík. Einkum í ljósi þess að starfsemi RARIK fer öll fram á landsbyggðinni ef frá er talin starfsemi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.

Allar framkvæmdir verða á landsbyggðinni

„Allar þær framkvæmdir sem nýr verkefnisstjóri mun hafa umsjón með verða því á landsbyggðinni. Þess vegna vekur það furðu stjórnar SSNV að föst starfsstöð í Reykjavík sé tiltekin í auglýsingunni en starfið ekki auglýst án staðsetningar. Þegar eru til staðar fjölmargar starfsstöðvar félagsins um land allt, m.a. á Blönduósi og Sauðárkróki auk ný aflagðrar starfsstöðvar á Hvammstanga,“ segir í bókum samtakanna.

Skora samtökin á stjórn RARIK að endurskoða fasta staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. „Þannig stuðlar félagið að áframhaldandi uppbyggingu starfsstöðvar sinna á landsbyggðinni, þar sem viðskiptavinir þess eru staðsettir.“

Stjórn SSNV hefur ályktað um flutning höfuðstöðvar RARIK og bent á Sauðárkrók í þeim efnum auk þess að efla starfsstöðvar víðar í fjórðungnum.

Skylt efni: Rarik

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...