Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vekur furðu að auglýsa starf hjá RARIK ekki án staðsetningar
Fréttir 27. apríl 2021

Vekur furðu að auglýsa starf hjá RARIK ekki án staðsetningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra segir það vekja furðu að starfsstöð verkefnisstjóra stærri framkvæmda hjá RARIK sem auglýst var laus nýverið skuli vera í Reykjavík en það er skýrt tekið fram í auglýsingu um stöðuna.

Stjórnin fjallaði um málið á fundi sínum í liðinni viku og segir það hafa vakið athygli að tiltekið sé að starfsstöð þessa starfsmanns skuli vera í Reykjavík. Einkum í ljósi þess að starfsemi RARIK fer öll fram á landsbyggðinni ef frá er talin starfsemi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.

Allar framkvæmdir verða á landsbyggðinni

„Allar þær framkvæmdir sem nýr verkefnisstjóri mun hafa umsjón með verða því á landsbyggðinni. Þess vegna vekur það furðu stjórnar SSNV að föst starfsstöð í Reykjavík sé tiltekin í auglýsingunni en starfið ekki auglýst án staðsetningar. Þegar eru til staðar fjölmargar starfsstöðvar félagsins um land allt, m.a. á Blönduósi og Sauðárkróki auk ný aflagðrar starfsstöðvar á Hvammstanga,“ segir í bókum samtakanna.

Skora samtökin á stjórn RARIK að endurskoða fasta staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. „Þannig stuðlar félagið að áframhaldandi uppbyggingu starfsstöðvar sinna á landsbyggðinni, þar sem viðskiptavinir þess eru staðsettir.“

Stjórn SSNV hefur ályktað um flutning höfuðstöðvar RARIK og bent á Sauðárkrók í þeim efnum auk þess að efla starfsstöðvar víðar í fjórðungnum.

Skylt efni: Rarik

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...