Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verðlagning á mjólk og vatni
Fréttir 7. janúar 2016

Verðlagning á mjólk og vatni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands bendir í nýrri færslu á Facebook á hvernig verðlagningu á einum lítra af mjólk og einum lítra af vatni er háttað í Hagkaupum í Kringlunni. Lítri af vatni kostar 165 krónur en lítri af mjólk 142 krónur. Færsla Sindra hefur vakið gríðarlega athygli.

„Alltof oft líta menn framhjá þeirri staðreynd að stærstur hluti stuðnings við landbúnað er til að greiða niður búvörur til neytenda.

Í umræðunni virðist það oft vera þannig að með stuðningi við bændur sé verið að rétta bændum einhverja dúsu.

Í sumarlok fór ég í Hagkaup í Kringlunni (verslun Haga) og skoðaði verð á ýmsum vörum. Það var fróðlegt að bera saman verð á einum lítra af mjólk annars vegar og átöppuðu vatni án kolsýru og bragðefna hins vegar.

Niðurstaðan er athyglisverð. Mjólkin kostar 142 kr/ltr en vatnið kostar 165 kr/ltr. Semsagt einn lítri af vatni kostar 23 krónum meira en mjólkin.

Verðið sem bændur fá er 84 kr/ltr og verð frá MS til smásöluverslana fyrir lítrafernu að hámarki 121 kr/ltr. (mögulega aðeins ódýrara hjá Högum). Ef öllum stuðningi hins opinbera vegna mjólkurframleiðslu er deilt niður á innanlandsframleiðsluna reiknast stuðningur 47kr/ltr.

Þetta lítur því svona út:
Bóndi : 84 kr + 47 kr = 131 kr.
Hagkaup: 121+álagning+vsk = 142 kr.

Er þetta ekki ágæt vísbending um það hvernig stuðningi við mjólkurframleiðslu er varið?

Það er ekki flókið mál á Íslandi að tappa vatni á flöskur. Það er auðvitað ekki fyrirhafnarlaust, en við eigum sem betur fer gnægð af vatni. Til samanburðar tekur nærri 30 mánuði að rækta upp mjólkurkú, frá því að móðirin er sædd og þar til að afkvæmi hennar fer sjálf að mjólka. Allan þennan tíma þarf að huga að þörfum gripanna upp á hvern einasta dag, afla fóðurs og tryggja viðunandi húsakost og beitiland.

Það verður því ekki dregið í efa að framleiðsla á einum lítra af mjólk kostar talsvert meiri vinnu og fyrirhöfn en að tappa einum lítra af vatni á flösku.

Einhverjir kynnu að velta því fyrir sér hvort sinna þurfi átöppun vatns alla daga ársins, hvort sem er á aðfangadagskvöldi eða að morgni nýjársdags?“
 

Skylt efni: Mjólk | vatn | verðlag

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...