Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verðlagning á mjólk og vatni
Fréttir 7. janúar 2016

Verðlagning á mjólk og vatni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands bendir í nýrri færslu á Facebook á hvernig verðlagningu á einum lítra af mjólk og einum lítra af vatni er háttað í Hagkaupum í Kringlunni. Lítri af vatni kostar 165 krónur en lítri af mjólk 142 krónur. Færsla Sindra hefur vakið gríðarlega athygli.

„Alltof oft líta menn framhjá þeirri staðreynd að stærstur hluti stuðnings við landbúnað er til að greiða niður búvörur til neytenda.

Í umræðunni virðist það oft vera þannig að með stuðningi við bændur sé verið að rétta bændum einhverja dúsu.

Í sumarlok fór ég í Hagkaup í Kringlunni (verslun Haga) og skoðaði verð á ýmsum vörum. Það var fróðlegt að bera saman verð á einum lítra af mjólk annars vegar og átöppuðu vatni án kolsýru og bragðefna hins vegar.

Niðurstaðan er athyglisverð. Mjólkin kostar 142 kr/ltr en vatnið kostar 165 kr/ltr. Semsagt einn lítri af vatni kostar 23 krónum meira en mjólkin.

Verðið sem bændur fá er 84 kr/ltr og verð frá MS til smásöluverslana fyrir lítrafernu að hámarki 121 kr/ltr. (mögulega aðeins ódýrara hjá Högum). Ef öllum stuðningi hins opinbera vegna mjólkurframleiðslu er deilt niður á innanlandsframleiðsluna reiknast stuðningur 47kr/ltr.

Þetta lítur því svona út:
Bóndi : 84 kr + 47 kr = 131 kr.
Hagkaup: 121+álagning+vsk = 142 kr.

Er þetta ekki ágæt vísbending um það hvernig stuðningi við mjólkurframleiðslu er varið?

Það er ekki flókið mál á Íslandi að tappa vatni á flöskur. Það er auðvitað ekki fyrirhafnarlaust, en við eigum sem betur fer gnægð af vatni. Til samanburðar tekur nærri 30 mánuði að rækta upp mjólkurkú, frá því að móðirin er sædd og þar til að afkvæmi hennar fer sjálf að mjólka. Allan þennan tíma þarf að huga að þörfum gripanna upp á hvern einasta dag, afla fóðurs og tryggja viðunandi húsakost og beitiland.

Það verður því ekki dregið í efa að framleiðsla á einum lítra af mjólk kostar talsvert meiri vinnu og fyrirhöfn en að tappa einum lítra af vatni á flösku.

Einhverjir kynnu að velta því fyrir sér hvort sinna þurfi átöppun vatns alla daga ársins, hvort sem er á aðfangadagskvöldi eða að morgni nýjársdags?“
 

Skylt efni: Mjólk | vatn | verðlag

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...