Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Verðmætar vikurnámur
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. nóvember 2023

Verðmætar vikurnámur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í síðasta mánuði var skrifað undir samning um nýtingu vikurnáma í Búrfelli í Skeiða­ og Gnúp­verjahreppi. Sveitarstjóri segir samninginn tímamót.

„Ég tel mig geta fullyrt að aldrei áður hefur verið gerður jafn verðmætur samningur í sveitarfélaginu um nýtingu á námuréttindum,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Samningurinn gildir í allt að 15 ár og skilar að lágmarki 372 milljónum króna á samningstímanum fyrir efnis- tökuna. Lágmarksmagn efnistöku er 80.000 rúmmetrar á ári en að hámarki 300.000 rúmmetrar. Verði samningurinn fullnýttur getur hann að hámarki skilað tæplega 1,4 milljörðum króna. Námurnar eru innan þjóðlendu og var því samningurinn gerður í samráði við forsætisráðuneytið.

„Verði samningurinn fullnýttur má gera ráð fyrir að lítið verði eftir í námunni, þannig að þetta er ekki ótakmörkuð auðlind.

Það hefur verið tekið efni úr þessari námu í áratugi og mjög litlar tekjur komið til sveitarfélagsins á þeim tíma. Því er þetta mikið ánægjuefni að nærsamfélagið og þjóðlendan fari að njóta ávinnings af efnistökunni,“ segir Haraldur Þór.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...