Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Rauðar íslenskar kartöflur eru ræktaðar sem stofnútsæði með vefjaræktun hjá Matís.
Rauðar íslenskar kartöflur eru ræktaðar sem stofnútsæði með vefjaræktun hjá Matís.
Mynd / smh
Fréttir 7. mars 2024

Vilja banna innflutning á erlendum kartöfluyrkjum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deild garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands hefur sent erindi til matvælaráðuneytisins þar sem þess er farið á leit að bannað verði að flytja inn stofnútsæði fyrir kartöfluræktun.

Á Deildarfundi garðyrkjubænda á dögunum var kartöflumygla til umræðu vegna endurtekinna vandamála sem hún hefur valdið í ræktun hjá íslenskum kartöflubændum.

Ályktað var að þar sem kartöflumygla ógnaði kartöflurækt á Íslandi þyrfti að finna leiðir til að fullnægja markaði með íslensku útsæði og innflutningi á stofnútsæði fyrir erlend kartöfluyrki hætt.

Vefjaræktaðar kartöfluplöntur.

Sjúkdómar og mygla geta fylgt innfluttum yrkjum

Ræktun á stofnútsæði með vefjaræktun fyrir íslensku kartöfluyrkin Premier, Gullauga, Helgu og Rauðum íslenskum hefur verið hjá Matís á undanförnum tæpum tveimur árum. Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda, segir hana snúast eingöngu um að halda íslensku kartöfluyrkjunum sjúkdómsfríum og hreinum.

„Það eru engar reglur sem banna að flytja inn stofnútsæði og bændur hafa verið að prófa sig áfram með ný yrki, sem getur verið vafasamt þar sem sjúkdómar og mygla geta fylgt nýjum yrkjum til landsins.

Nú er svo komið að nýir myglustofnar hafa komið upp í kartöflum í Evrópu, þessir myglustofnar eru þolnir fyrir varnarefnum og því afar erfitt að ráða við þá. Því viljum við loka á innflutning núna í vor til að verja íslensku yrkin og finna betri leiðir til að prófa ný yrki hér á Íslandi,“ segir Axel.

Helgi Jóhannesson. Mynd / Aðsend
Mygla komið upp á hverju ári frá 2019

Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að kartöflumygla sé vel þekktur og algengur sjúkdómur í kartöfluræktun sem oft hefur valdið uppskerubresti. Á Íslandi hafi hún verið landlæg á árunum frá 1890 til 1960. Frá 1990 hafi komið upp mygla af og til, og á hverju ári frá 2019 þar sem mismikill skaði hefur hlotist af henni.

Helgi segir að venjuleg kartöflumygla lifi ekki íslenska veturinn af úti í náttúrunni. Smitið berst milli ræktunartímabila með útsæðinu, annaðhvort því íslenska eða með innfluttu útsæði.

„Vandamálið er að kartöflubændur hafa verið að flytja inn erlend yrki á vorin sem kannski eru notuð mest í margs konar vinnslu og í tilbúna rétti til dæmis.

Ef nýir myglustofnar berast til landsins með þessum kartöflum verða varnirnar erfiðari, aðallega vegna þess að þeir hafa myndað þol gegn ákveðnum varnarefnum.

Mygla getur svo líka smitast með innfluttum matarkartöflum þannig að bann við innflutningi á útsæði útilokar ekki að smit berist til landsins.

Það er vel hægt að hætta innflutningi og rækta stofnútsæði hér af öðrum yrkjum líka, en það tekur hins vegar nokkur ár að búa til nægilegt magn af hreinu útsæði og útheimtir umtalsvert fjármagn.“

Hann telur að ef bann verði sett á innflutninginn geti það valdið þeim framleiðendum skaða sem hafi notað þá leið til að afla sér útsæðis og það geti flækt málin ef vegið sé þannig að þeirra rekstrarafkomu. Með hlýnandi veðurfari verði mygluhættan hins vegar viðvarandi hér á landi og kartöfluræktendur þurfi því að setja sig í varnarstellingar til frambúðar gegn þessum vágesti.

Skylt efni: kartöflurækt

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...