Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Villtum dýrum fækkar hratt
Fréttir 28. október 2022

Villtum dýrum fækkar hratt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um nálega 70% á árunum frá 1970 til 2018. Fækkunin er að stærstum hluta rakin til ágangs manna inn á búsvæði dýranna og ofveiði.

Samkvæmt útreikningum sem birtast í Living planet report 2022 er talið að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um tæplega 70% á þeim 50 árum sem könnunin nær yfir, frá 1970 til 2018. Skýrslan er unnin af Alþjóðasjóði villtra dýra (WWF) breskum dýrafræðisamtökum (ZSL). Í sambærilegi skýrslu sem kom út 2020 var áætlað að fækkunin næmi um 60%.

Mest er fækkunin í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og í höfunum. Helstu orsakir fækkunarinnar eru sagðar vera skógarhögg, ofveiðar, mengun, eyðing náttúrulegra heimkynna dýranna, landbúnaður og hlýnun andrúmsloftsins.

Í skýrslunni segir að til þess að vernda eftirlifandi villt dýr og dýrastofna verði að skipuleggja landnotkun og draga úr ofveiði því að ef ekkert verði að gert sé ekki lagt í að það sem við köllum villt dýr finnist aðeins í dýragörðum.

Skylt efni: dýravelferð | villt dýr

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...