Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hráefni til rannsóknarinnar er aflað af gras- og smáraræktunarreitum Landbúnaðarháskólans.
Hráefni til rannsóknarinnar er aflað af gras- og smáraræktunarreitum Landbúnaðarháskólans.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til að anna þeirri eftirspurn. Ein þeirra leiða er að nýta gras til próteinframleiðslu fyrir fiskeldi, sem fóður fyrir búfé og hugsanlega til manneldis.

Margrét Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís. Mynd / Matís

Erlendis og þar á meðal í Danmörku hafa verið unnar talsverðar rannsóknir á vinnslu próteina úr grasi, smára og alfalfa með góðum árangri. Margrét Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir að verkefnið Er grasið grænna hinum megin? sé fyrsta skrefið í að athuga hvort slík framleiðsla sé fýsileg hér á landi.

Prótein sem unnin eru úr grasi er bæði hægt að nýta sem fóður og fæðu. Einnig hafa rannsóknir sýnt að hrat úr próteinvinnslu er nýtanlegt sem fóður þannig að hliðarafurðir framleiðslunnar eru í raun engar.

Rannsóknir við innlendar aðstæður

Verkefnið, sem er það fyrsta á þessu sviði hér á landi, er að sögn Margrétar afar mikilvægt. „Í sumum tilfellum er hægt að yfirfæra erlendar rannsóknir yfir á íslenskar aðstæður en ekki í þessu tilfelli og því nauðsynlegt að byggja fýsileikamat framleiðslunnar á íslenskum rannsóknum.

Á sama tíma leggur verkefnið grunn að þekkingu sem hægt er að byggja ofan á með áframhaldandi rannsóknum.“ Margrét segir að verkefninu sé ætlað að afla upplýsinga um próteinheimtur, amínósýrusamsetningu og vinnslueiginleika grass af mismunandi yrkjum á mismunandi sláttutíma.

Setja á upp vinnsluferla fyrir einangrun próteina úr grasi og afla þekkingar á próteininnihaldi og eiginleikum einangraðs próteins úr grasi. Auk þess að greina fýsileika á uppsetningu verksmiðju til próteinvinnslu úr grasi á Íslandi.

Eva Margrét Jónudóttir pakkar hráefni til rannsóknanna í lofttæmdar umbúðir til frystingar.
Hugmyndin kviknaði á Jótlandi

Margrét er með mastersgráðu í matvælafræði frá Danmörku og hefur unnið mikið með framleiðslu á próteinum úr hliðarafurðum í sjávarútvegi og fiskvinnslu.

„Árið 2019 var ég stödd á ráðstefnu á Jótlandi og eitt af því sem var skoðað í tengslum við hana var tilraunaverksmiðja háskólans í Árhúsum sem framleiðir prótein úr grasi. Ég man að ég hugsaði með mér hvað hugmyndin væri áhugaverð en að ólíklegt væri að hún mundi borga sig heima á Íslandi.“

Síðastliðið vor buðu Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matís og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins til stefnumóts um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði. Margrét, sem tók þátt í viðburðinum, segir að hún hafi tekið eftir þegar hún fór milli borða að það voru nánast allir að tala um prótein og próteinframleiðslu úr grasi.

„Ég nefndi hugmyndina við kollega minn og að mér þætti ólíklegt að hún væri raunhæf hér. Meðal annars vegna þess hversu mikið gras þarf til framleiðslunnar og að það þyrfti að fjárfesta í dýrum tækjum sem aðeins væru í notkun í fáa mánuði á ári.

Hann benti mér á að á Íslandi væri mikið óræktarland sem hægt væri að nýta í svona framleiðslu.“

Samstarfsverkefni

Í framhaldi af því var búinn til samstarfshópur sem sótti um styrk til Matvælasjóðs til verkefnisins og stendur að baki því. Samstarfsaðilar eru Matís, Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.

„Eitt af því sem við munum gera er að rannsaka mismunandi grastegundir sem ýmist geta verið blandaðar með belgjurtum eða ekki, af mismunandi ræktunarreitum á vegum Landbúnaðarháskólans og möguleika þeirra til prótein- framleiðslu.“ Margrét segir að styrkurinn hafi komið í haust og að þá hafi þurft hraðar hendur til að viða að sér hráefni til rannsóknanna.

„Við rukum til og slógum af sumum þessara reita og erum með heyið í frysti í lofttæmdum umbúðum og hefjum rannsóknir á því innan skamms.“

Aukið fæðuöryggi

„Á Íslandi er talsverð reynsla af því að vinna prótein úr sjávarfangi og sú reynsla á eflaust eftir að vera okkur dýrmæt. Auk þess sem sú hugmynd hefur komið upp að hægt væri að nota graspróteinverksmiðju til vinnslu á próteini úr annars konar hráefni yfir vetrarmánuðina.“

Að lokum segir Margrét að ef rannsóknin sýni að það sé fýsilegt að framleiða prótein úr grasi hér á landi sé það liður í að auka fæðuöryggi á Íslandi með því að auka innlenda próteinframleiðslu til notkunar í fóður og fæðu.

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...