Yara færir framleiðslu frá Evrópu
Norski áburðarframleiðandinn sendi nýlega frá sér tilkynningu þar sem sagt var frá áformum þeirra um að minnka framleiðslu á ammoníaki í Evrópu.
Þetta eru viðbrögð Yara við gasverði sem sjaldan hefur verið jafnhátt á Evrópumarkaði.
Í september 2021 sendi Yara frá sér tilkynningu þess efnis að ammoníakframleiðsla á þeirra vegum í Evrópu myndi dragast saman um 40% vegna hækkaðs gasverðs. Með þessum nýjasta samdrætti munu evrópskar verksmiðjur Yara einungis starfa við 35% afkastagetu.
Gasverð hefur verið í hæstu hæðum í Evrópu undanfarin misseri og hefur norski áburðarframleiðandinn ákveðið að bregðast við því með flutningi á hluta sinnar framleiðslu á ammoníaki. Framleiðsla á nítrati mun því þurfa að reiða sig í auknum mæli á innflutt ammoníak