Ætlar að verða fótboltastjarna
Aron Fannar Gunnarsson er átta ára gamall og er í Norðlingaskóla í Reykjavík.
Uppáhaldshljómsveitin hans er Skálmöld og það klikkaðasta sem hann hefur gert er að smakka ógeðsdrykk.
Nafn: Aron Fannar Gunnarsson.
Aldur: 8 ára.
Stjörnumerki: Hrútur.
Búseta: Lækjarvaði 22, Reykjavík.
Skóli: Norðlingaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Áform.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur.
Uppáhaldsmatur: Hamborgari, pitsa og grjónagrautur.
Uppáhaldshljómsveit: Skálmöld og Þráinn sem spilar á gítar í henni.
Uppáhaldskvikmynd: Guffa grín.
Fyrsta minning þín? Þegar ég byrjaði á leikskólanum Rauðhól þá var ég svo feiminn.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og líka á gítar.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltastjarna.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að smakka ógeðsdrykk.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Taka til í herberginu mínu.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór á fótboltamót á Akranesi, Norðurálsmótið. Og fór í sumarbústað með ömmu, afa, frænda mínum og frænku.