Ætlar að verða lögfræðingur, dýralæknir, bóndi og rithöfundur
Jóhanna Engilráð er sjö ára og býr í Árneshreppi og Reykjavík. hún heldur upp á margs konar dýr og finnst skemmtilegasta námsgreinin í skólanum vera myndmennt.
Nafn: Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir.
Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Nautsmerkið.
Búseta: Árneshreppur og Reykjavík.
Skóli: Finnbogastaðaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Mýs, hundar, kettir, hestar, selir, ísbirnir og panda.
Uppáhaldsmatur: Blómkálsréttur. Uppáhaldshljómsveit: FM Belfast er mjög skemmtileg.
Uppáhaldskvikmynd: Bolt. Hún fjallar um ofurhund.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var tveggja ára og var með hlaupabólu. Ég mátti fá ís en mig langaði að hafa vettlinga á meðan ég borðaði ísinn.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi íþróttir og sund.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða lögfræðingur, dýralæknir, bóndi og rithöfundur.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég samdi ljóð um Sigmund Davíð með vinkonum mínum.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Horfa á fótboltaleik.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór í skemmtilegustu sundkennslu heims.