Jákvæð og glaðlynd
Díana er jákvæð og glaðlynd stúlka sem hefur gaman af dýrum. Hún er mikil pabbastelpa og elskar að vera úti og hjálpa til.
Nafn: Díana Sankla Sigurðardóttir.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Naut.
Búseta: Tóvegg í Kelduhverfi.
Skóli: Öxarfjarðarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt og smiðja.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur og hestar.
Uppáhaldsmatur: Kjötsúpa.
Uppáhaldshljómsveit: Engin.
Uppáhaldskvikmynd: Þær eru svo margar, get ekki ákveðið mig.
Fyrsta minning þín? Þegar ég fór til Taílands og fór á fílahátíðina.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ætla að verða hrossabóndi.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, þegar ég fór með mömmu og pabba í Mývatnssveit og við kíktum á fuglasafnið.
Næst » Díana skorar á Baldvin Einarsson, sem býr í Lóni í Kelduhverfi, að svara næst.