Kindur í mestu uppáhaldi
Þorsteinn er eldhress strákur sem flutti í Ærlæk fyrir ári síðan, finnst gaman að sinna skepnum, fara á hestbak og almennt að vesenast í því sem til fellur í sveitinni.
Honum finnst líka gaman að fara til Húsavíkur þar sem hann bjó áður, fara á æfingu með Völsungi og leika við félagana úr gamla skólanum sínum, kíkja svo til ömmu og afa, koma sér vel fyrir í sófanum með kex og mjólk og horfa á sjónvarpið.
Nafn: Þorsteinn Sveinsson.
Aldur: 11 ára.
Stjörnumerki: Naut.
Búseta: Ærlækur.
Skóli: Öxarfjarðarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kindur.
Uppáhaldsmatur: Pylsur.
Uppáhaldshljómsveit: Skálmöld.
Uppáhaldskvikmynd: Hobbitinn.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var 4 ára þá datt ég og fékk gat á hausinn á aðfangadag og þurfti að láta sauma.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Fótbolta.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sauðfjárbóndi.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Rússíbanaferð í Tívolínu í Kaupmannahöfn 2013.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Var með fjölskyldunni.
Næst » Þorsteinn skorar á Lilja Dröfn Curtis Arnbjörnsdóttur að svara næst.