Man fyrst eftir því þegar mamma og pabbi giftu sig
Óliver Orri er níu ára nemandi í Hofstaðaskóla. Honum finnst skemmtilegast í frímínútum.
Nafn: Óliver Orri Bergmann.
Aldur: 9 ára.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Búseta: Garðabær.
Skóli: Hofstaðaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Frímínútur klárlega.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur, ég á einn sem heitir Sebastían og er Golden Retriever.
Uppáhaldsmatur: Pitsa.
Uppáhaldshljómsveit: Kaleo.
Uppáhaldskvikmynd: Star Wars 7.
Fyrsta minning þín? Þegar mamma og pabbi giftu sig, en þá var ég tveggja ára.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi handbolta með Stjörnunni og skíði með Ármanni.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Tölvuleikjaútgefandi.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara í rússíbana í risastórum skemmtigarði í Danmörku.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í sumarfrí til Danmerkur með fjölskyldunni minnni en ég átti heima þar í tvö ár og finnst alltaf jafn skemmtilegt að koma þangað.
Næst » Óliver skorar á vin sinn og bekkjarfélaga, Matthías Guðmundsson.